Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 7
„ E i n s o g h ú n g æ t i s t o k k i ð ú t ú r o r ð u n u m …“ TMM 2018 · 4 7 Nú, skólpið úr fötunni í f lýti! Á borðið svo fleygi ég diskunum hröð. Fyrst vandkvæði dagsins, svo vandamál þitt. Það virðist mér náttúrleg röð. Meðan aðrir snæða notar hún tímann til að tala við skáldskapargyðjuna um skáldskap og skáldskaparhefð, í ljóðinu myndhverfð sem búningur gyðjunnar. Það eru nefnilega ekki bara húsverkin sem hindra heldur einnig úr sér gengin (karlleg) hefðin. „Ég skemmti mér við það, / að skammta þér formið / skoplega margþvælt og snjáð,“ segir hún og óskar sér nýs og annars búnings en þess sem hefðin hefur sniðið. Í þeirri hefð er ekki pláss fyrir dag- legt líf kvenna og skáldkonan neitar gyðjunni um fylgd: Víst horfirðu á mig með ásökun, gyðja, en uppþvottur bíður mín nú. Ég ber til þín hug, þótt ég svaraði synjun, er samfylgdar leitaðir þú.2 Skáldskapargyðjan er erfitt tákn fyrir konur, skapað af körlum, og að henni genginni spyr skáldkonan:. „Og hvað svo um ljóðið mitt litla?“ Og hún svarar sér sjálf. Ljóðið hennar litla „logar á eldgömlum kveik, / sem mæðurnar brugðu“ og þar „hvarflar“ það í horninu hennar „hitað af mæðranna glóð“. Strax í þessum fyrstu ljóðum má sjá togstreituna milli inni og úti, heim- ilisins og heimsins, skyldustarfa og skáldskapar, kvenna og karla, sem á eftir að einkenna höfundarverk Jakobínu, með spurningum, þögnum og þanka- strikum sem knýja til eftirtektar og umhugsunar. Í nýlegri bókmenntasögu er því haldið fram að í verkum Jakobínu sé kynið undirskipað stéttarstöðu, ályktun sem erfitt er að taka undir, enda ekki færð fyrir henni sannfærandi rök.3 Í öllum verkum sínum fjallar Jakobína mjög um samskipti kynjanna og stöðu kvenna, jafnvel þótt karlar séu í nokkrum þeirra sögumenn og/eða aðalpersónur. Þannig eru það konur og átök þeirra við karlveldið, hvort heldur er í birtingarmynd eiginmanna, feðra, sona, bræðra, lækna, presta eða annarra fyrirbrigða, sem bera uppi textann frá upphafi til enda.4 Ég hrópa mitt ljóð út í húmið Sín fyrstu verk birti Jakobína í tímaritum undir dulnefninu Kolbrún.5 Að þessu ýjar hún í viðtali við N. Ó. í Þjóðviljanum 27. júní 1953.6 Er þetta fyrsta blaðaviðtalið sem haft er við Jakobínu og ekki tilviljun að það er að frum- kvæði konu. Tilefnið er þrjú kvæði sem Jakobína hafði þá nýlega birt undir nafni og vakið höfðu mikla athygli, „Morgunljóð“ í Rétti, 1. hefti 1952, „Hvað mun dreyma“ í Þjóðviljanum 19. maí 1953 og „Ísland frjálst“ í Þjóðviljanum 21. júní 1953, öll eldheit baráttuljóð gegn her í landi. Þegar blaðakonan spyr TMM_4_2018.indd 7 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.