Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 21
Ó ð u r t i l J a k o b í n u TMM 2018 · 4 21 Og henni Gunnu kom ekki til hugar að mögla. Hún hvorki bölvaði né hljóðaði. Því það er konunnar hlutskipti. Að þjást. Konur eru fæddar til að láta sér blæða, eins og einn ágætur læknir komst að orði. Og er nokkuð eftirsóknarverðara en það, að lifa fyrir heimili sitt, börn og eiginmann? Gera engar kröfur fyrir sjálfan sig. Hlú að eiginmanninum, vera vakin og sofin með vellíðan hans í huga. Það er það sem hún Gunna hérna í Túni hefur gert alla sína hjúskapartíð. („Móðir, kona, meyja“, Punktur á skökkum stað, 1964, bls. 87) Vísdómsorð Elsku Anna mín, ég vil nota tækifærið og segja nokkur vísdómsorð, svona frá konu til konu. Eins og allir vita, eða að minnsta kosti allar konur, erum við upp til hópa skynsamar verur. Góð vísa er þó aldrei of oft kveðin. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að það er hlutskipti konunnar í þessum heimi að þjást. Eða eins og læknirinn komst að orði, hérna um árið, þá er konum ætlað að blæða. Tíðaverkir eru heilsueflandi verkir. Þeir eru jákvæðir. Skað- lausir. Fyrirsjáanlegir. Tímabundnir. Tíðaverkir eru undirbúningur líkamans undir fæðinguna, fórn konunnar fyrir frjósemina. En nú á dögum steðjar ógn að móðurhlutverkinu, þessu æðsta hlutverki kvenna. Ég hef heyrt að konur taki meðvitaða ákvörðun um að hindra þján- inguna. Gera hana enn fyrirsjáanlegri. Hliðri henni jafnvel til. Fresti henni um viku. Eða það sem verra er. Komi algjörlega í veg fyrir þjáninguna með pillum eða öðrum vörnum sem eru manninum alveg óviðkomandi. Hinn spillti heimur heldur því fram að þetta sé skaðlaus þróun en ég segi það satt, þetta ber að varast. Svo ég vitni aftur í fyrrnefndan lækni. Og þetta hef ég orðrétt eftir þessum ágæta lækni: „Þjáning er sameinandi afl. Hún tengir fólk sterkum böndum.“ Ég segi því ekki annað en þökk sé þjáningunni sem myndar órjúfanleg tengsl á milli móður og barns. Og að lokum legg ég til að við skálum fyrir þér, Anna mín – Þú lengi lifir, húrra, húrra, húrra! Karítas TMM_4_2018.indd 21 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.