Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 21
Ó ð u r t i l J a k o b í n u
TMM 2018 · 4 21
Og henni Gunnu kom ekki til hugar að mögla. Hún hvorki bölvaði né hljóðaði. Því
það er konunnar hlutskipti. Að þjást. Konur eru fæddar til að láta sér blæða, eins
og einn ágætur læknir komst að orði. Og er nokkuð eftirsóknarverðara en það, að
lifa fyrir heimili sitt, börn og eiginmann? Gera engar kröfur fyrir sjálfan sig. Hlú að
eiginmanninum, vera vakin og sofin með vellíðan hans í huga. Það er það sem hún
Gunna hérna í Túni hefur gert alla sína hjúskapartíð.
(„Móðir, kona, meyja“, Punktur á skökkum stað, 1964, bls. 87)
Vísdómsorð
Elsku Anna mín, ég vil nota tækifærið og segja nokkur vísdómsorð, svona
frá konu til konu. Eins og allir vita, eða að minnsta kosti allar konur, erum
við upp til hópa skynsamar verur. Góð vísa er þó aldrei of oft kveðin. Það er
ekki hægt að líta fram hjá því að það er hlutskipti konunnar í þessum heimi
að þjást. Eða eins og læknirinn komst að orði, hérna um árið, þá er konum
ætlað að blæða. Tíðaverkir eru heilsueflandi verkir. Þeir eru jákvæðir. Skað-
lausir. Fyrirsjáanlegir. Tímabundnir. Tíðaverkir eru undirbúningur líkamans
undir fæðinguna, fórn konunnar fyrir frjósemina.
En nú á dögum steðjar ógn að móðurhlutverkinu, þessu æðsta hlutverki
kvenna. Ég hef heyrt að konur taki meðvitaða ákvörðun um að hindra þján-
inguna. Gera hana enn fyrirsjáanlegri. Hliðri henni jafnvel til. Fresti henni
um viku. Eða það sem verra er. Komi algjörlega í veg fyrir þjáninguna með
pillum eða öðrum vörnum sem eru manninum alveg óviðkomandi. Hinn
spillti heimur heldur því fram að þetta sé skaðlaus þróun en ég segi það satt,
þetta ber að varast.
Svo ég vitni aftur í fyrrnefndan lækni. Og þetta hef ég orðrétt eftir þessum
ágæta lækni: „Þjáning er sameinandi afl. Hún tengir fólk sterkum böndum.“
Ég segi því ekki annað en þökk sé þjáningunni sem myndar órjúfanleg tengsl
á milli móður og barns. Og að lokum legg ég til að við skálum fyrir þér, Anna
mín – Þú lengi lifir, húrra, húrra, húrra!
Karítas
TMM_4_2018.indd 21 6.11.2018 10:22