Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 25
Pa r í s : m a í ’6 8 TMM 2018 · 4 25 Leiðtogar kommúnistaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar sáu sig til- neydda til að lýsa yfir stuðningi við stúdenta en þeir höfðu áður gert lítið úr baráttunni, enda vildu forkólfarnir sjálfir ráða ferðinni þegar róttækni og bylting var annars vegar. Kommúnistaflokkurinn og verkalýðshreyfingin höfðu löngum talað fyrir byltingu en voru þegar hér var komið sögu trénaðar stofnanir. Mótmælagöngurnar enduðu iðulega í götubardögum og á kvöldin voru götuvígi reist. Átökin náðu hámarki 10. maí, nótt götuvígjanna. Hér var um hreina uppreisn að ræða sem minnti um margt á byltingar fyrri tíma. Útvarpið var með beina útsendingu og vöktu margir fram á rauða nótt og hlustuðu agndofa á lýsingar af hildarleiknum. Stúdentar voru nú orðnir vanir að berjast við lögregluna. Baráttan var hörð og það var ekki fyrr en um morguninn sem lögreglunni tókst að hrekja stúdenta úr vígjum sínum. Fjöl- margir slösuðust í átökunum og margir voru handteknir. Ímyndunaraflið til valda Stúdentar stóðu uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir að hafa lotið í lægra haldi fyrir lögreglunni. Laganna verðir þóttu hafa beitt stúdenta óþarfa harðræði og nutu þeir því samúðar almennings. Lögreglan var í erfiðri stöðu því yfir- völd kröfðust þess að öll andstaða væri kveðin niður en þau vildu sýna hverjir færu með völdin. En viðbrögð almennings og baráttuþrek stúdenta varð til þess að stjórnvöld sáu sig tilneydd að láta að kröfum stúdenta. Handteknir stúdentar voru leystir úr haldi, lögreglan hætti að halda vörð um Latínu- hverfið og Sorbonne-háskóli var opnaður mánudaginn 13. maí. Yfirvöld vonuðu að með því að láta æskulýðinn afskiptalausan myndi barátta þeirra koðna niður. Stúdentar voru hins vegar sigurreifir. Þeir höfðu endurheimt Latínuhverfið og Sorbonne-háskóla úr höndum lögreglunnar. Þeir höfðu brotið agavald valdstjórnarinnar á bak aftur með linnulausri baráttu á götum úti. En þeir voru samt staðráðnir í að halda baráttunni áfram, enda gátu þeir ekki hugsað sér að allt færi í fyrra horf. Þeir höfðu ekki áhuga á að ganga til hefðbundins náms eins og sakir stóðu. Stúdentar létu verða sitt fyrsta verk að yfirtaka háskólann og gera hann að umræðuvettvangi fyrir baráttumál sín. Byltingarandinn sveif yfir vötnum. Í porti háskólans höfðu stytturnar af Louis Pasteur og Victor Hugo verið sveipaðar rauðum klæðum og við kapellu skólans hafði verið komið fyrir áletruninni: „Hér er verið að þurrka af ryk“. Stúdentar lögðu megináherslu á að virkja sem flesta til umræðu um hvernig haga skyldi baráttunni og hvernig breyta ætti samfélaginu. Sorbonne var helsti vettvangur umræðunnar en segja má að Latínuhverfið hafi verið undirlagt af ungu fólki sem fann sig knúið til að ræða málefni samfélagsins á kaffihúsum, á götum úti eða hvar sem hægt var að stinga saman nefjum. Vongleði ríkti og allt í einu var sem mörk hins mögulega hefðu verið færð TMM_4_2018.indd 25 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.