Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 29
Pa r í s : m a í ’6 8 TMM 2018 · 4 29 öldin skall á. Hann hafði búið í nokkur ár í Þýskalandi en lengst af var hann búsettur í Frakklandi. Hann hafði hins vegar valið sér þýskan ríkisborgara- rétt til að komast hjá herþjónustu og því gátu frönsk stjórnvöld meinað honum inngöngu í landið. Jafnframt voru þau orð höfð eftir öfgafullum íhaldsmanni að Frakkar hefðu ekkert að gera með þennan þýska gyðing sem hefði spillt frönskum æskulýð. Daginn eftir, 24. maí, fóru stúdentar í mótmælagöngu þar sem brottvísun- inni var mótmælt. Þar hljómaði m.a. slagorðið „Við erum öll þýskir gyðingar“ og segir það mikið um hugsunarhátt stúdenta. Þeir voru alþjóðlegir í hugsun og létu þjóðernislega eða trúarlega sleggjudóma ekki slá sig út af laginu. Mót- mælagangan var fjölmenn og í kjölfarið fylgdu miklar götuóeirðir. Ráðaleysi stjórnarinnar virtist algjört þegar hér var komið sögu. Frakkland var lamað vegna verkfalla, fjöldamótmæla og götuóeirða. Og eins og til að kóróna getuleysið birtist stúdentaleiðtoginn Daniel Cohn-Bendit galvaskur á nýjan leik í Sorbonne þrátt fyrir landvistarbannið. Hafði hann litað hár sitt svart svo hinn frægi rauði litur kæmi ekki upp um hann og kynnti hann sig kátur og reifur sem spænska stúdentinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Stjórnvöld lögðu megináherslu á að binda enda á verkföllin. Samningar voru undirritaðir en þeir fólu í sér stórfelldar launahækkanir. Yfirvöld önduðu léttar og sama má segja um verkalýðshreyfinguna. Það segir sitt um hversu einstakar aðstæður voru þessa maídaga að þrátt fyrir fáheyrðar kjara- bætur voru samningarnir felldir af félagsmönnum. Margir verkamenn voru ósáttir við valdníðslu stjórnmálamanna og verkalýðsforingja. Þá kröfðust margir endurbóta á vinnuumhverfi og styttri vinnutíma. Enn aðrir, sér- staklega ungir verkamenn, voru undir áhrifum frá stúdentum sem kröfðust breyttra samfélagshátta. Kerskni og háð var ríkur þáttur í málflutningi stúdenta. Má í því sambandi nefna upphrópun sem Friðrik Páll minnist að hafa heyrt á götum Parísar: „métro, boulot, dodo“, þ.e. lest, vinna, lúlla. Með þeim orðum vísuðu þeir til þeirra lífshátta sem almenningi var búinn. Stúdentar vildu annars konar líf og þeir voru ekki einir um það. Einkum var það ungt fólk sem vildi losna úr ánauð vinnunnar og einhæfninnar. Fyrir því var lífið eitthvað annað og meira. Lífið er annars staðar Stúdentar höfðu notið töluverðs skilnings fram að þessu en nú fóru tvær grímur að renna á marga. Sífellt fleiri óttuðust þá upplausn sem virtist ríkja á flestum sviðum þjóðlífsins. Margir voru einfaldlega logandi hræddir, jafnt stjórnvöld sem almennir borgarar. Á hvaða leið var Frakkland? Verkföllin voru farin að hafa verulega truflandi áhrif á daglegt líf og endurteknar götu- óeirðir vöktu óhug. Margir áttu einnig erfitt með að skilja tal stúdenta um annars konar líf. Kirkjan og ráðandi stéttir höfðu löngum talað fyrir ströngu TMM_4_2018.indd 29 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.