Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 33
S u n n a n v i n d u r TMM 2018 · 4 33 Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Sunnanvindur Smásaga Nýja-Reykjavík, 20. desember, 2074 Kæri bróðir, Ég veit þú munt ekki trúa þessu en í gær snjóaði hjá okkur! Það var um hádegisbilið og við Emma vorum uppi á hlöðu að gera við þakið þegar skyndilega dró ský fyrir sólu og í kjölfarið byrjuðu litlar hvítar flyksur að falla til jarðar. Emma dreif sig niður að láta fólkið vita en ég varð eftir. Stóð eins og negldur við þakið og mændi upp í himininn á meðan fólkið byrjaði að safnast kringum hlöðuna, hrópandi og bendandi upp í loftið. Það snjóaði ábyggilega ekki nema í nokkrar mínútur og þegar það hætti braust sólin aftur gegnum skýin öllum til mikilla vonbrigða. Börnin veltu sér skríkjandi um í snjónum á meðan fullorðna fólkið skoð- aði hann rannsakandi og talaði saman í hálfum hljóðum. Eftir nokkrar mínútur var snjórinn bráðnaður og öllu ævintýrinu lokið jafn skjótt og það byrjaði. Ég ákvað að skrifa þér því það að sjá snjó aftur eftir öll þessi ár vakti upp minningar um síðustu jólin sem við bjuggum í Vætta- borgum. Það er skrýtið að hugsa um eitthvað sem gerðist fyrir svo löngu í heimi sem nú er varla til lengur. Heldurðu að það búi ennþá einhver á Íslandi? Ég heyrði um daginn að landið væri orðið gjörsamlega óbyggi- legt eftir að golfstraumurinn rofnaði en kannski eru þarna einhverjir enn. Allavega, ég hugsaði með mér að það gæti hresst upp á minnið að skrifa niður atburði þessara síðustu jóla sem við upplifðum á æsku- heimilinu. Þú varst náttúrlega svo lítill að þú manst kannski ekki mikið eftir þeim en manstu eftir henni? Manstu eftir Úlfhildi? Hún hét auð- vitað ekki Úlfhildur, það var bara nafn sem ég gaf henni. Ég hafði verið að reyna að kenna henni nafnið mitt og spurði hana hvað hún héti. Þar sem ég skildi ekki tungumálið sem hún talaði ákvað ég að kalla hana Úlfhildi því það hljómaði líkast því sem hún hafði sagt. Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár það var en í minningunni var það síðasta árið sem snjóaði. Pabbi og mamma voru að rífast í eldhúsinu. Þið TMM_4_2018.indd 33 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.