Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 35
S u n n a n v i n d u r TMM 2018 · 4 35 Ég man að ég vakti lengi þessa fyrstu nótt og virti hana fyrir mér eftir að hún var sofnuð. Hún var dökk yfirlitum með grófa andlitsdrætti, kinnarnar voru þaktar freknum og rauðbrúnt hárið svo þykkt og krullað að ómögulegt var að hemja það að nokkru leyti. Pabbi hafði orð á því að hún gæti mögulega verið frá Sýrlandi en ég þekkti nokkra Sýrlendinga úr skólanum og Úlfhildur var ekki hið minnsta lík þeim. Eina eign Úlf- hildar sem virtist vera einhvers virði var bakpoki sem hún passaði eins og í honum væri allur fjársjóður heimsins. Hún notaði hann sem kodda þegar hún svaf og ég náði bara einu sinni að kíkja ofan í hann. Bak- pokinn sjálfur var nokkuð merkilegt handverk; brúnn tausekkur með fíngerðum leðurröndum sem á voru alls kyns tákn og skreytingar sem minntu einna helst á rúnir. Í pokanum voru þrír hlutir; gulnað skjal sem skrifað var á með sömu furðulegu táknunum og skreyttu bakpokann, fjögurra arma kross úr sprekum með ferningi í miðjunni og gamalt, mölétið grátt teppi sem Úlfhildur svaf alltaf með þrátt fyrir að henni væri boðin sæng. Á jóladag var boð hjá afa og ömmu eins og vanalega en mamma og pabbi kunnu ekki við að taka Úlfhildi með þannig að ég og mamma urðum eftir heima með henni á meðan þið Erla fóruð með pabba í boðið. Ég hafði fengið nýja leikjatölvu í jólagjöf sem ég ákvað að sýna Úlfhildi en hún virtist ekki hafa mikinn skilning á tölvuleikjum og var hálfsmeyk við skotleikinn sem ég sýndi henni. Það var þannig með flest tæki sem ég sýndi Úlfhildi; allt virtist henni á einhvern hátt framandi og skipti ekki máli hvort um var að ræða síma, brauðrist eða uppþvottavél. Við eyddum því mestum okkar tíma saman úti en hún átti ekki í neinum vandræðum með þá útileiki og íþróttir sem ég kenndi henni. Hún reyndi sjálf að kenna mér ýmsa leiki og þótt ég skildi mismikið í þeim þá var hún svo uppátækjasöm að það skipti engu máli. Úlfhildur var líka sér- staklega hrifin af ykkur Erlu og passaði ykkur eins og þið væruð hennar eigin systkini. Þannig leið jólafríið og þó að við Úlfhildur skildum ekki hvort annað urðum við miklir vinir. Þrátt fyrir að mamma og pabbi reyndu að hafa hljótt um Úlfhildi spurðist fljótlega út um veru hennar meðal fjöl- skyldunnar og frændfólk jafnt sem fjarskyldir ættingjar komu í heim- sókn til að líta hana augum. Margir hristu hausinn en mamma var ákveðin í því að Úlfhildur yrði hjá okkur þar til útlendingastofnun myndi opna aftur og hægt væri að fá aðstoð í máli hennar. Einn dag á milli jóla og nýárs heyrði ég mömmu og pabba tala saman í eldhúsinu. Við Úlfhildur höfðum verið í feluleik og ég lá í hnipri í kústaskápnum við hliðina á eldhúsinu. Mamma sagðist hafa hringt í útlendingastofnun TMM_4_2018.indd 35 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.