Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 42
H j a l t i H u g a s o n 42 TMM 2018 · 4 Afneitun hennar á náttúrulýrík kemur einkum fram í staðarákvörðun eða sjálfsmynd hennar; í ljóðinu „Ég“ gerði hún þessa játningu: Ég er ekki barn náttúrunnar Asfaltið er iljum mínum kærast auðar regnvotar götur bakgrunnur drauma og martraða minna Fjöllin fjarlæg umgerð dregin fínum dráttum á mörkum himins og jarðar4 Mannlífið í öllum þess blæbrigðum leysti náttúruna af hólmi í höfundarverki Ingibjargar. Höfnun hennar á upphafningu ættjarðarinnar er opinskárri eins og hún birtist í „Landi“ (165): Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma Segðu svo: Hér á ég heima Útkoman varð þó ættjarðarljóð en í andófi við orðmarga, karllæga hefð á þessu sviði.5 Hér er yrkisefnið frekar staða mannsins í heiminum og skynjun hans á samstöðu með umhverfi sínu í náttúrunni, sögunni og samfélaginu. Afstaða Ingibjargar til ættjarðarinnar og ættjarðarljóðsins mótaðist af langri útiveru hennar og þeirri reynslu að vera útlendingur bæði heima og heiman. Heimkomin dreymdi hana um að finna skjól „í landsins hjarta“ en mætti þess í stað nöktum fjöllum og nöprum vindum (78). Ættjörðin var orðin framandi og óraunveruleg (79). Afneitun Ingibjargar á dauðastefinu var þó eindregnust eins og sjá má í ljóðinu „Lífið“ þar sem dauðinn er nakinn, nöturlegur og ágengur (103): Ég vil ekki yrkja um dauðann nagandi vissuna tómið og myrkrið moldina vatnið og maðkana nei ekki það ekki dauðann TMM_4_2018.indd 42 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.