Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 50
H j a l t i H u g a s o n 50 TMM 2018 · 4 ingar bært tákn bæði í ljóðum Ingibjargar og orðræðunni um Guð. Þrátt fyrir að hún tengi sólina ekki æðri mætti vildi hún að við leyfðum henni að koma okkur á óvart eins og segir í „Farir“ (121): Álút niður Laugaveginn víxlsporum þungum – krókóttar verða farir þínar fyrr en lýkur Láttu samt sólina koma þér við Láttu samt sólina koma þér á óvart Þennan dag Áður lýkur Meðan sólin skín er ávallt von. Lokaorð Í ljóðum sínum glímdi Ingibjörg Haraldsdóttir við margar áleitnustu spurningar mannlífsins og þá ekki síst dauðann þrátt fyrir eindregna höfnun sína á því yrkisefni snemma á skáldferlinum. Ingibjörg horfist í augu við ágenga og andstyggilega nærveru dauðans sem felur í sér hið endanlega almyrkur. Dauðinn býr þó yfir fleiri blæbrigðum og áður en lýkur hefur Ingibjörg öðlast við hann sátt og skynjar kyrrð og helgi í návist hans. Hún heldur líka í von um ljós í myrkrinu, gleðst yfir lampanum sem henni var þrátt fyrir allt gefinn og hvetur okkur, lesendurna, til að láta sólina koma okkur á óvart meðan enn er tími til. Vonina byggir Ingibjörg ekki á trúarlegum grunni. Hún einfaldar samt ekki spurninguna um Guð um of né heldur sviptir hann dulúð sinni með öllu. Nútíminn – sem Ingibjörg var svo sannur fulltrúi fyrir – hefur hvorki svarað né þaggað niður allar spurningar um dauðann og Guð þegar allt kemur til alls og skáldskapurinn leyfir heldur engar ódýrar lausnir í því efni – a.m.k. ekki ef ort er af jafnmikilli einlægni og heilindum og raun er á í ljóðum Ingibjargar Haraldsdóttur. Tilvísanir 1 Ingibjörg Haraldsdóttir, Veruleiki draumanna. Endurminningar, Reykjavík: Mál og menning, 2007, bls. 79. 2 Sama stað, bls. 88. 3 Silja Aðalsteinsdóttir, „Formbylting og módernismi“, Íslensk bókmenntasaga V, ritstj. Guð- mundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 17–173, hér bls. 167. Þennan TMM_4_2018.indd 50 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.