Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 50
H j a l t i H u g a s o n
50 TMM 2018 · 4
ingar bært tákn bæði í ljóðum Ingibjargar og orðræðunni um Guð. Þrátt fyrir
að hún tengi sólina ekki æðri mætti vildi hún að við leyfðum henni að koma
okkur á óvart eins og segir í „Farir“ (121):
Álút niður Laugaveginn
víxlsporum þungum
– krókóttar verða farir þínar
fyrr en lýkur
Láttu samt sólina koma þér við
Láttu samt sólina
koma þér á óvart
Þennan dag
Áður lýkur
Meðan sólin skín er ávallt von.
Lokaorð
Í ljóðum sínum glímdi Ingibjörg Haraldsdóttir við margar áleitnustu
spurningar mannlífsins og þá ekki síst dauðann þrátt fyrir eindregna höfnun
sína á því yrkisefni snemma á skáldferlinum.
Ingibjörg horfist í augu við ágenga og andstyggilega nærveru dauðans sem
felur í sér hið endanlega almyrkur. Dauðinn býr þó yfir fleiri blæbrigðum og
áður en lýkur hefur Ingibjörg öðlast við hann sátt og skynjar kyrrð og helgi í
návist hans. Hún heldur líka í von um ljós í myrkrinu, gleðst yfir lampanum
sem henni var þrátt fyrir allt gefinn og hvetur okkur, lesendurna, til að láta
sólina koma okkur á óvart meðan enn er tími til.
Vonina byggir Ingibjörg ekki á trúarlegum grunni. Hún einfaldar samt
ekki spurninguna um Guð um of né heldur sviptir hann dulúð sinni með
öllu. Nútíminn – sem Ingibjörg var svo sannur fulltrúi fyrir – hefur hvorki
svarað né þaggað niður allar spurningar um dauðann og Guð þegar allt
kemur til alls og skáldskapurinn leyfir heldur engar ódýrar lausnir í því
efni – a.m.k. ekki ef ort er af jafnmikilli einlægni og heilindum og raun er á
í ljóðum Ingibjargar Haraldsdóttur.
Tilvísanir
1 Ingibjörg Haraldsdóttir, Veruleiki draumanna. Endurminningar, Reykjavík: Mál og menning,
2007, bls. 79.
2 Sama stað, bls. 88.
3 Silja Aðalsteinsdóttir, „Formbylting og módernismi“, Íslensk bókmenntasaga V, ritstj. Guð-
mundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 17–173, hér bls. 167. Þennan
TMM_4_2018.indd 50 6.11.2018 10:22