Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 80
G u ð r ú n S t e i n þ ó r s d ó t t i r 80 TMM 2018 · 4 Skáldsögur Jane Austen eru gott dæmi um sögur sem orðið hafa upp- spretta mikillar sköpunar. Nefna má að á bókmenntavefsíðunni Goodreads er að finna lista yfir þær 469 Jane Austen fanfiction bækur sem hafa verið útgefnar og þykja bestar en einkum hafa verið skrifaðar framhaldssögur af Hroka og hleypidómum.29 Bækurnar eru margvíslegar, til dæmis ástarsögur, hrollvekjur og sjálfshjálparbækur. Sumar þeirra gerast í beinu framhaldi af bókunum sem þær byggja á en aðrar á öðrum tímum. Þá er líka misjafnt hvaða persónur eru í brennidepli en stundum er sérstaklega skrifuð saga per- sóna sem lesendur hafa fengið minna að lesa um en þeir hefðu kosið.30 Eins og sjá má á myndunum hér til hliðar er algengt að á bókarkápunum standi: „Pride and Prejudice continues“ sem orkar eflaust eins og segull fyrir bóka- orma sem þrá fréttir af vinum sínum. Annað gott dæmi um aðdáendaskáldskap eru allar framhaldssögurnar sem skrifaðar hafa verið um Harry Potter og aðrar persónur úr samnefndum sögum og/eða sögur sem gerast í sama galdraheimi og hann lifir og hrærist í. Sumar þessara aðdáendasagna segja frá lífi persóna áður en sögur J. K. Rowling hefjast. Margir aðdáendur hafa til að mynda skrifað um erfiða æsku Dracos Malfoy, eins helsta óvinar Harrys í skólanum, og fjallað sérstaklega um hvernig hann breytist úr þorparanum sem hann er upprunalega í hetju í aðdáenda-framhaldssögunum.31 Ólíkt sögunum um persónur Austen, sem margar er hægt að nálgast í útgefnum bókum, lifa aðdáendaspunarnir um galdrastrákinn og vini hans einkum á netinu.32 Á vefsíðunni Harry Potter- Fanfiction, sem er aðeins einn söguvefur af mörgum, er til dæmis að finna rétt rúmlega 85.000 sögur eftir tæplega 39.000 höfunda en alls eru skráðir félagar síðunnar 93.982.33 Rétt er að geta þess að J. K. Rowling hefur í gegnum tíðina reynt að koma til móts við aðdáendur Harry Potters og félaga. Á vefsíðunni Pottermore; sem helguð er Harry Potter heiminum; birtir hún reglulega fréttir af persónum bókanna og sínar eigin framhaldssögur út frá sögunum. Fólk getur skráð sig inn á vefsíðuna og meðal annars verið flokkað í hús í Hogwarts, skoðað ýmsar aðstæður sagnanna, tekið ýmsar kannanir um sögurnar og lesið sér meira til um persónur Harry Potter-bókanna og galdraheiminn.34 Þessi mikla framlenging á lífi persóna og söguheimum J. K. Rowling og Jane Austen, sýnir vel hversu félagslegur lestur bókmennta er en ekki síst hversu algengt er að persónur skáldsagna verði ímyndaðir vinir lesenda sem þeir eiga erfitt með að sleppa hendinni af.35 Rannsóknir hafa enda leitt í ljós að aðdáendaskáldskapur sé oftar en ekki „hvað ef“ sögur sem hverfist að mestu um persónur og sambönd þeirra og að einstaklingar sem skrifi frásagnir af þessu tagi skapi sterkari einhliða sambönd en aðrir.36 Sumir aðdáendur láta sér ekki nægja að skrifa út frá einni bók eða einum bókaflokki heldur blanda þeir saman ólíkum söguheimum; þannig að til dæmis er sögð saga persóna úr einum söguheimi í allt öðrum og þær jafnvel látnar kynnast þekktum persónum sem þar búa; þannig gefst ímynduðum TMM_4_2018.indd 80 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.