Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 88
B r y n j ó l f u r Þ o r s t e i n s s o n
88 TMM 2018 · 4
í hárið á mér, reif höfuð mitt aftur og klóraði mig hérna, sjáðu, á hálsinn.
Þá heyrðist hvellurinn.
*
HALLDÓRA: Ég fór og keypti mér riffil um leið og ég fékk leyfið.
Þennan glæsilega Remington-riffil, mikið var hann fallegur. Eða hún;
ég nefndi riffilinn Víólu, eftir hljóðfærinu. Spennti á hana beltið í
framsætinu á leiðinni heim úr veiðibúðinni og allt, og þá sá ég hann.
Á bílastæðinu fyrir utan American Style var fuglinn svarti sem hafði
haldið fyrir mér vöku svo lengi. Og að ráðast á einhverja konu í þokka-
bót. Ég snarhemlaði, hlóð riffilinn og rauk út. Miðaði vandlega á milli
smaragðanna, rifjaði snöggvast upp það sem ég lærði á skotvopnanám-
skeiðinu og hleypti af.
*
VÍÓLA: Ég fer lítið út núorðið. Umslögin eru reyndar hætt að berast. Fátt
um svartar fjaðrir lengur. En það er sama, mér finnst best að halda mig
bara hérna heima, með læstar dyr og lokaða glugga.
*
PÁLÍNA: Og þarna lá hann, höfuðið sundurskotið, fyrrverandi eigin-
maður minn. Fjaðrirnar svifu mjúklega til jarðar, gufa steig upp af
blóðinu sem skreið eftir malbikinu og mikið var ég fegin. Það er kannski
ekki fallegt að segja það en mikið var ég guðslifandi fegin.
TMM_4_2018.indd 88 6.11.2018 10:22