Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 101
Æ t t a r m ó t n ö r d a n n a TMM 2018 · 4 101 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Ættarmót nördanna Yfir eina helgi um miðjan september var viðburðurinn Miðgarður haldinn í Laugardalshöll. Hátíðin, eða öllu heldur poppkúltúr-messan, var langþráður viðburður meðal áhugafólks um myndasögur, bíómyndir, borðspil, tölvu- leiki, búninga og allt sem telja má til nördamenningar. Að Miðgarði standa myndasögu- og spilabúðin Nexus, samtökin Cosplay Iceland og hinn íslenski armur Nordic Cosplay-samtakanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin á Íslandi og miðað við viðtökurnar eru miklar líkur á að Mið- garður verði haldinn árlega héðan í frá. Frá laugardagsmorgni fram á sunnudagskvöld var hægt að vappa um svæðið, skoða sölubása, spila, úða í sig pítsum og nammi og hlusta á fyrir- lestra um allt milli Star Wars og jarðar. Miðgarðsmiðarnir seldust upp báða dagana og margir þurftu frá að hverfa. Gamlir nördar liðu um í sæluvímu og var hægt að greina á tali gesta að enginn hefði búist við því að hátíðin yrði jafn vel heppnuð og vinsæl eins og raunin varð. Það var líkt og fólk hefði búist við fimm lúðum, bunka af krumpuðum myndasögubæklingum, þriggja daga gamalli pítsu og einni manneskju í búningi gerðum úr svörtum ruslapoka. Sumir komust við og lýstu því yfir að allir draumar bernskunnar væru að rætast. Fyrir þau okkar sem eldri voru var sérlega gaman að sjá upp- dubbaða unglinga ganga um, talandi sín á milli ensku með amerískum hreim og gleðjast. „Þau vita ekki hvað þau hafa það gott,“ sögðu gömlu hundarnir á milli þess sem þeir rifjuðu upp sögur af því hvernig þeir þurftu sjálfir að vaða eld og brennistein til að redda sér einu eintaki af Sandman-blaði. Allt þar til bjargvætturinn Gísli í Nexus og meðreiðarsveinn hans Pétur Yamagata opnuðu nördum vin í eyðimörkinni, að ógleymdri Bóksölu stúdenta þar sem Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur með meiru stóð myndasögu- vaktina. Mikla athygli vakti að þátttakendur í búningakeppni helgarinnar voru óvenju margir. Heimatilbúinn Hulk, japanskar teiknimyndapersónur, Svarta ekkjan, Deadpool, Köngulóarmaðurinn, Princess Bubblegum, Garth og Wayne úr Wayne’s World og Stormsveitarmenn voru meðal þeirra fjölmörgu persóna sem settu svip sinn á höllina. Vert er að minnast á að drengirnir í Wayne’s World-búningunum voru yngri en bíómyndin sjálf. Sumar per- sónurnar voru öllu nýstárlegri eins og til dæmis drengurinn með bakpokann TMM_4_2018.indd 101 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.