Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 106
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 106 TMM 2018 · 4 Unnur Birna Karlsdóttir Fasismi fortíðar og blikur við sjónarrönd Um fasisma á Íslandi forðum og álitamál samtímans á tímum nýfasískra hreyfinga Í þingræðu þann 31. janúar 2017, í umræðu um stjórnmálaástandið í Banda- ríkjunum, fullyrti Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, að forseti Bandaríkjanna væri fasisti.1 Slík staðhæfing kann að vekja furðu þar sem um er að ræða forseta landsins sem hefur í huga margra talist öflugasti full- trúi lýðræðis í heiminum. En Ásta Guðrún er ekki ein um þessa skoðun. Bandaríski fræðimaðurinn Robert O. Paxton, sem er sérfræðingur í sögu fasisma, hefur til dæmis svarað því aðspurður að í málflutningi Trumps og nánustu samverkamanna hans séu ýmis atriði sem minni óþægilega á fasíska tilburði þekkta úr sögu Ítalíu og Þýskalands á árunum 1920–1945. Annað í málflutningi og stjórnunarstíl Trumps segir hann ekki eiga skylt við fasisma samkvæmt fræðilegri skilgreiningu heldur endurspegli öfgakapítalisma, auð- valdsstjórn og einræðistilburði, drifna áfram af hroka milljónamærings sem hefur um árabil rekið stórfyrirtæki og telur sig með sama hætti geta deilt og drottnað á forsetastóli; líkt og Bandaríkin séu eins og hvert annað einkastór- fyrirtæki undir hans stjórn.2 Hvað er fasismi? Eflaust eru deildar meiningar um þetta svar Paxtons en fullyrðingin um að Trump sé fasisti leiðir óhjákvæmilega hugann að því hvað það merkir? Skiljum við merkingu orðsins fasismi? Þekkjum við sögu þess? Annað er svo að orðið fasisti virðist nú á tímum oft notað sem skammaryrði um þann sem hefur sýnt yfirgang, valdníðslu, ruddaskap eða viðhaft niðurlægjandi orðbragð í garð annarra. En er það rétt meðferð á hugtakinu, að nota það sem hreint skammaryrði? Beitum við ef til vill hugtökum með svarta fortíð of kæruleysislega í dægurþrasi samtímans? Þessar spurningar eru ekki nýjar af nálinni og sem dæmi skrifar rithöfundurinn George Orwell árið 1944 að ein brýnasta spurning samtímans, sem engin skýr svör hefðu fengist við, væri: Hvað er fasismi? Sjálfur sagðist hann ekki hafa svarið og kvaðst þeirrar TMM_4_2018.indd 106 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.