Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 108
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 108 TMM 2018 · 4 gildum og reglum varpað fyrir róða, þar með töldum siðferðis- og laga- römmum, í því augnamiði að ryðja allri gagnrýni og andstæðingum úr vegi og breiða út hið fasíska fyrirkomulag.6 Á seinni hluta 20. aldar og fram á þennan dag hefur stjórnarfar einræðis- herra í sumum löndum verið flokkað sem fasískt og orðið fasismi heyrist í dægurumræðu og fjölmiðlum nú á dögum haft um einræðisstjórnir (herfor- ingjastjórnir) og stjórnvöld, samtök eða einstaklinga sem aðhyllast rasisma, útlendingahatur, kúgun og valdbeitingu. Saga Evrópu í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar og á meðan hún stóð kemur þó líklega flestum í hug þegar fasisma ber á góma, enda átti svonefnt fasískt stjórnarfar þá sitt upphaf og hæsta ris í sögunni, með stjórn Mussolinis sem stofnaði fasíska hreyfingu árið 1919 og tók völdin á Ítalíu 1922, og svo nasistum undir stjórn Hitlers, sem efldust í Þýskalandi á fjórða áratugnum og hófu fljótlega ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum og þeim þjóðfélagshópum sem þeir vildu hreinsa samfélagið af. Spáni á valdi Francos var líka stjórnað undir oki fasískrar hug- myndafræði og þar líkt og á Ítalíu og í Þýskalandi var erkitýpa fasismans for- inginn mikli. Við þekkjum þessa sögu hvað best í sambandi við aðdraganda og afleiðingar seinni heimsstyrjaldarinnar; hatursáróðurinn, kynþátta- og þjóðernisofstækið, ofsóknirnar á hendur pólitískum andstæðingum og ímynduðum óvinum, ofbeldisverk fasista á Ítalíu, blóðuga valdatíð nasista í Þýskalandi og stefnu þar í landi sem leiddi til helfarar gyðinga.7 Einhver kynni að hugsa sem svo að fræðilegar skilgreiningar á fasisma séu eintóm hugarleikfimi sem feli ekkert annað í sér en að reyna að klæða mannvonsku í hugmyndafræðilegan búning. Undir þetta er auðvelt að taka en með rannsóknum á fasisma vilja fræðimenn benda á þátt samfélaga í þessari sögu, því til að hægt sé að skapa það andrúmsloft sem leiddi til skipu- legrar útrýmingar á milljónum manna og heimsstyrjaldar þurfti að beisla hugmyndir í kerfi og innleiða þær í alla þræði þjóðfélagsins. Það þurfti kerfi til að smíða hina fasísku þjóðfélagsmaskínu og það þurfti frjóan jarðveg í tíðaranda samtímans til að afla henni víðtæks stuðnings og geta í skjóli hans beitt hömlulausu ofbeldi til að útrýma allri gagnrýni og andstöðu. En eins og fræðimenn hafa bent á óx og efldist fasismi í andrúmslofti þar sem hann náði áheyrn. Þannig gat hann skotið rótum og fengið milljónir manns til liðs við sig, jafnvel til að framkvæma ólýsanleg óhæfuverk eins og hverja aðra dagvinnu. Fasistar fundu ekki upp útþenslu- og heimsvaldastefnu, kyn- þáttafordóma, öfgaþjóðernisstefnu, andúð á kommúnisma og gyðingahatur. Allt var þetta fyrir hendi í því þjóðfélagi sem fasisminn spratt úr.8 Það sem fasistar á Ítalíu og nasistar í Þýskalandi gerðu var að nýta þetta sem byr í seglin, ýkja og efla, virkja múginn með haturs- og hræðsluáróðri og ofsækja og drepa andstæðinga sína.9 TMM_4_2018.indd 108 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.