Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 110
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 110 TMM 2018 · 4 farið til Ítalíu með megnustu óbeit á harðstjórn og illvirkjum fasista en segist nokkuð jákvæðari í þeirra garð eftir heimsóknina, þó að sagan ætti eftir að fella sinn dóm: Hvað vilja fasistar? – Þeir vilja halda uppi veldi og virðingu þjóðar sinnar. Þeir vilja skipa henni sess meðal öndvegisþjóða heims, þar sem hún hefur löngum sæti átt. Þeir vilja byggja endurreisnina og framtíðina á hinum gömlu rómversku dygðum: löghlýðni, sparneytni, iðjusemi og þrautseigju, á skyldurækni, á trúmenskunni, sem fyr meir gerði Róm að heimsveldi. Þeir vilja gera alla þjóðina eitt, einn flokk, sem ekkert vill annað en þetta. Það er sagt að þeir fari hart fram, en mjer fanst jeg alstaðar hafa veður af þessum hugsjónum, … En þetta var hugboð mitt og tilfinning, fremur en niðurstaða af rannsókn og rökum. Jeg gerði mjer far um að sjá alt hið betra, og jeg svalg sem jeg gat allan unaðsleik þessa fræga lands. Jeg horfði á hendur Mussolinis, hvort þær væru blóðugar. Ekki var það. Aldrei mun hann þó af sjer þvo blóðblettina, hver sem dómur sögunnar verður um hann.17 Nokkur ár liðu frá því að þessi skrif Helga Hjörvars birtust og þar til lítill hópur Íslendinga kærði sig kollóttan um blóð á höndum fasistaforingjans og gekk fasisma á hönd með stofnun sérstakrar fylkingar í því markmiði, snemma í apríl 1933. Íslenskir þjóðernissinnar, eins og þeir kölluðu sig en hafa oftast síðan verið kallaðir íslenskir nasistar, horfðu með aðdáun til Musso- linis en þó enn frekar til Hitlers og nasismans. Þeir ætluðu sér að berjast fyrir framgangi hinnar fasísku hugmyndafræði á Íslandi með þeim rökum að þar væri á ferðinni hin mesta þjóðþrifastefna sem myndi reisa íslenskt samfélag til vegs og velgengni, eins og lesa má í bók þeirra Illuga og Hrafns Jökuls- sona, Íslenskir nasistar, og í rannsókn Ásgeirs Guðmundssonar sagnfræðings. Íslenskir þjóðernissinnar komu úr ýmsum atvinnugreinum, voru iðnaðar- menn, verslunar-, banka- og útgerðarmenn, læknar, lögfræðingar, skrifstofu- stjórar, framkvæmdastjórar, stýrimenn, slökkviliðsmenn, ríkisstarfsmenn, laga- og læknanemar við Háskóla Íslands og menntaskólanemar, nákvæm tala þeirra er ekki þekkt en ljóst er að þeir hafa skipt einhverjum tugum. Þeir sem komu við sögu við stofnun Þjóðernishreyfingar Íslendinga í apríl 1933 voru Jón Þorbergsson frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu, Gísli Sigurbjörnsson frímerkjakaupmaður í Reykjavík, sem hafði verið í Þýskalandi og hrifist af þróun mála þar, og Eiður S. Kvaran er líka talinn líklegur stofnfélagi, en hann var þá nýkominn úr mannfræðinámi í Þýskalandi.18 Þar hafði hann hrifist af kynbótastefnu nasista og vildi að hún yrði tekin upp hér á landi, með áherslu á hreinan norrænan kynstofn, bann við komu útlendinga, einkum af óæðri kynþáttum, og bann við barneignum hinna óæskilegu á meðal Íslendinga.19 Liðsmenn Þjóðernishreyfingarinnar höfðu skrifstofu í Reykjavík en einnig voru stofnaðar deildir í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, Akureyri, Ísafirði og Húsavík. Vorið 1933 var stofnað fánalið innan Þjóðernishreyfingarinnar til að bera merki hennar og marseraði það um götur, merkt hakakrossinum í bak og fyrir.20 TMM_4_2018.indd 110 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.