Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 112
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 112 TMM 2018 · 4 það er skemmst frá því að segja að bæði klofnaði félagsskapur þeirra árið 1934 svo úr varð Þjóðernishreyfingin annars vegar og Flokkur þjóðernissinna hins vegar, og fylgi þeirra var sáralítið í þau skipti á fjórða áratugnum sem þeir buðu fram á sveitarstjórnarstigi og til Alþingis.27 Betur gekk í stúdenta- pólitíkinni í Háskóla Íslands þar sem Félag þjóðernissinnaðra stúdenta fékk í þrígang einn mann kjörinn í kosningum til Stúdentaráðs árin 1934–1936.28 Á sama tíma; varað við uppgangi fasisma á Íslandi Kommúnismi var eitt meginskotmark fasískrar hugmyndafræði strax frá upphafi og markmiðið að uppræta hann með öllum tiltækum meðölum, þar sem ofbeldi og manndráp voru ekki undanskilin.29 Íslenskir þjóðernis- sinnar áttu að vísu í einhverjum handalögmálum við kommúnista en lengra gekk áreiti þeirra ekki í verki en hins vegar eru málgögn þeirra sneisafull af gífuryrtum svívirðingum um íslenska kommúnista sem þeir líta á sem verstu óvini íslensku þjóðarinnar.30 Það er því ekki nema von að hér á landi hafi það verið málgögn vinstri aflanna sem fylgdust grannt með útbreiðslu fasismans í Evrópu og birtu á þriðja og fjórða áratugnum ótal fréttir af yfirgangi og ofbeldi fasista á Ítalíu og víðar. Árið 1929 er birt í Rétti, sem Einar Olgeirsson ritstýrði, íslensk þýðing á stefnuskrá Alþjóðasambands kommúnista þar sem segir m.a.: „Aðalhlutverk fasismans er að eyðileggja hina byltingarsinnuðu brjóstfylkingu öreigalýðsins, þ.e. hina kommúnistisku hluta verkalýðsins og foringjaliðs þeirra.“ Fasisminn er aðferð sem borgarastéttin beitir „í beinu alræði, hjúpuð hugmyndinni um „þjóðarsamheild“ og „fulltrúamennsku eftir „iðnstéttum“ (þ.e. í raun og veru fulltrúa hinna ýmsu hluta ríkjandi stjettar)“, og til að fá fólk á sitt band, segir áfram, er beitt múgæsingu til að nýta sér óánægju milli stétta og menntamanna, fjandskapast er gegn gyðingum og þingræðinu.31 Í Iðunni birtist árið 1936 þýðing úr erlendu riti gegn fasisma þar sem m.a. er sagt að ef heimurinn léti ginnast af „blekkingar- vaðli“ Mussolinis, sem hefði náð völdum með lygum, svikum og glæpum og héldi þeim völdum með því að beita ógnunum og ofbeldi, þá mundu svipaðar hreyfingar ná að skjóta rótum hjá öðrum þjóðum og „fasistiska ofbeldis- stefnan að lokum troða evrópiska siðmenningu í flag“. Þetta væru ekki aðeins orðin tóm, sagði áfram, heldur sönnuðu dæmin þessa þróun. Þess vegna máttu þjóðirnar ekki daufheyrast við aðvörunum gegn svörtu hættunni, þá yrði allt um seinan, skaðinn yrði skeður. Þjóðverjar höfðu tekið sýkina og þar er „fasisminn kominn til valda í enn viðurstyggilegri mynd, gagnsýrður stæku kynþáttahatri.“32 Mótmæli gegn „morðfánanum“ Andstaða kommúnista við fasisma fólst ekki aðeins í blaðaskrifum heldur líka aðgerðum. Sem dæmi má nefna þegar hafnarverkamenn í Reykjavík neituðu TMM_4_2018.indd 112 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.