Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 114
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 114 TMM 2018 · 4 Rök greinarhöfundar, sem birti grein sína nafnlaust, eru þau að slík barátta sé vitagagnslaus því það „krenkir stefnuna ekkert, hvort fáninn, sem hún notar, er látinn friðlaus eða ekki.“35 Flokkur íslenskra þjóðernissinna lognast út af Eftir ósigurinn í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1938 lognaðist Flokkur þjóðernissinna út af. Síðasta lífsmarkið var bæklingurinn „Markmið Flokks þjóðernissinna“ eftir Jón Aðils, formann flokksins, sem kom út árið 1939. Þó héldu þeir sellufundi allt til ársins 1944 en síðan leystist félagsskapur þeirra upp og sumir þeirra gengu aftur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.36 Ásgeir Guðmundsson, sagnfræðingur, segir í rannsókn sinni á sögu íslenskra nasista að þó að stjórnmálaástand hafi verið óstöðugt á Íslandi á fyrstu árum fjórða áratugarins, með tíðum stjórnarskiptum á Alþingi þar sem komu við sögu Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur, auk þess sem kommún- istar höfðu sinn flokk og hreyfingu sem einnig setti svip á pólitík þessara ára og gerði tilkall til valda og áhrifa, þá tókst Hreyfingu íslenskra þjóðernissinna og síðan Flokki þjóðernissinna aldrei að nýta sér þennan óróa á pólitíska sviðinu til að afla fylgis við stefnu sína.37 Það má hins vegar bæta því við þessa niðurstöðu Ásgeirs að hefði framvinda seinni heimsstyrjaldarinnar orðið Hitler og bandamönnum hans í hag, þá hefði verið hópur manna hér á landi sem hefði fagnað því og hyllt sigurvegarana að nasista sið. En saga fasismans á fyrri hluta 20. aldar minnir á að nú þegar ýmis tilbrigði nýfasískrar hug- myndafræði hljóta brautargengi í Evrópu og Bandaríkjunum er full þörf á því hér á landi, ekki síður en meðal annarra þjóða, að rifja upp og þekkja sögu þessarar hugmyndafræði og hvað hún inniber, því eins og hér hefur verið rakið á saga Íslands sinn fasíska kafla líkt og önnur lönd. Samtíminn; fasískar blikur á lofti Þeirri spurningu hefur skotið upp víða á Vesturlöndum síðustu ár og misseri hvort þekking á sögu fasismans og lýðræðishefð liðinna áratuga á Vestur- löndum geti tryggt að hreyfingar sem aðhyllast fasíska hugmyndafræði nái ekki aftur fyrri völdum. Kveikjan að þessum vangaveltum er uppgangur rasisma og þjóðernisofstækis, eins og síðustu þingkosningar í Þýskalandi minntu óþægilega á, þar sem hægriöfgasinnar náðu kjöri á þing, sem og uppgangur nýnasista bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.38 Kröfuganga um sextíu þúsund hvítra „þjóðernissinna“ í Póllandi 12. nóvember 2017 varð svo enn ein áminningin um framgang fasisma nú á dögum, en þar var haldið á lofti þjóðernisrasískum slagorðum á borð við hvít Evrópa, hvítt Pólland og hreint Pólland.39 Þessi þróun og ýmis önnur sem ekki er rúm til að fara nánar í hér hefur minnt óþægilega á að stuðningur við kynþáttahyggju og fasíska hugmyndafræði er ekki fortíðarmál heldur lifir enn og dafnar sé jarðvegur TMM_4_2018.indd 114 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.