Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 119
H u g v e k j u r TMM 2018 · 4 119 en margt annað hér. Hvarvetna í þýð- ingum Kristjáns má sjá merki um hið skáldlega upphaf innra með honum sjálfum. Að gefa af tungu sinni, rödd sinni og hljómfalli er ekki lítil gjöf frá þýðanda til lesanda þegar best tekst til. Slík samskipti þýðanda við upprunaverk gæðir nýjan texta því lífi að hann verður í eðli sínu annað verk, samhliða því sem það óx upp úr. Hver ávinningurinn er af því að þýða erlendar bókmenntir fyrir örþjóð sem les víst æ minna þarf hver og einn þýð- andi að svara sjálfum sér og finna sann- færingu til. Og hvers vegna kennir maður? Sá sem gefur af sér kennir öðrum hvernig lífinu er best lifað og sá hinn sami lærir yfirleitt flest sitt á leið- inni. Ég held að Kristján hafi alla tíð setið sjálfur á skólabekk á meðan hann miðlaði okkur hinum af þekkingu sinni. Hann hafði köllun til að flytja okkur heimsmenninguna og þann arf sem hún færir til núlifandi kynslóða. Slíkt starf verður ekki drifið áfram af öðru en áhuga fyrir viðfangsefni, af starfsgleði og elju til að byggja brýr milli menning- arheima, til að miðla og deila. Án slíkrar atorku myndi íslensk tunga og menning deyja talsvert fyrr en ella. Að eiga góða þýðendur er happ, að eiga öndvegisþýð- endur og kennara er fengur fyrir íslenska menningu. Kristján Árnason var tvímælalaust í þeirra hópi. Einar Már Jónsson Kubbar og kolkrabbar Fyrir nokkru átti ég leið til Marseille til að skoða litla íbúð sem kunningi minn einn hafði fest kaup á, reyndar ekki til að búa þar sjálfur heldur til að fjárfesta í henni og leigja hana út. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði viljað svo til að íbúðin var í hinni frægu blokk „Borginni geislandi“ – „La cité radieuse“ – sem meistarinn sjálfur Le Corbusier hafði teiknað, alveg eftir sínu höfði, og er reyndar eitt af hans þekkt- ustu verkum. Menn koma aðvífandi úr öllum heimshornum til að berja það augum, þó ekki sé nema að utan. Fyrir mig voru það forréttindi að koma í hið allra helgasta. Áður en skoðunin hófst borðuðum við á veitingastað með ágætu útsýni, ekki aðeins yfir bygginguna sjálfa held- ur líka allt umhverfið. Það verður að segjast að verk meistarans tók sig ágæt- lega út, þetta er langur og ferhyrndur kassi en málaður í margvíslegum litum og ber samsetning þeirra vitni um færni skaparans, en Le Corbusier var ekki aðeins erkismiður (það er hin rétta þýð- ing gríska orðsins „arkitekt“) heldur og líka allþekktur listmálari, sem hélt stór- ar sýningar. Í kringum „Borgina geisl- andi“ eru svo blokkir eftir aðra menn sem höfðu augljóslega tekið sér meistar- ann til fyrirmyndar, þær eru samskonar kassar, því ekki var erfitt að líkja eftir því formi, en litasamsetningin er hins vegar andlaus, aðeins dauft endurskin. Heildin er því ekki glæsileg, og ekki bætir úr skák að hún er mitt í ömurlegu úthverfi og víða auð svæði milli kass- anna. TMM_4_2018.indd 119 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.