Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 124
U m s a g n i r u m b æ k u r
124 TMM 2018 · 4
Ásta Kristín Benediktsdóttir
Að byggja grafhýsi
úr orðum
Kári Tulinius: Móðurhugur. JPV, 2017.
160 bls.
Móðurhugur er önnur skáldsaga Kára
Tulinius sem hefur getið sér gott orð
sem ljóðskáld og útgefandi en hann
stofnaði Meðgönguljóð á sínum tíma,
ásamt Valgerði Þóroddsdóttur og Svein-
björgu Bjarnadóttur, sem síðar varð for-
lagið Partus. Fremur lítið hefur farið
fyrir umfjöllun um Móðurhug frá því að
hún kom út í byrjun mars 2017; mögu-
lega hefur framandi sögusvið haft áhrif
þar á en sagan gerist í Bandaríkjunum
og fjallar um persónur sem hafa fremur
litla tengingu við Ísland. Líklega eru það
þó fyrst og fremst ósanngjörn örlög vor-
bóka að falla í skuggann af haustinu en
því er vissulega ástæða til að sporna
gegn.
Aðalpersónurnar í Móðurhug eru
vinirnir Inga og Abel sem kynnast á
netinu en hittast í fyrsta skipti átta
árum síðar í borginni Providence á
Rhode Island þar sem Inga dvelur við
nám. Abel, sem býr í Boulder í Color-
ado, er í upphafi bókar á leið til Nýja-
Englands í rannsóknarerindum en
kemur við í Providence hjá Ingu og vin-
átta þeirra verður í fyrsta skipti þrívíð,
eins og Inga kemst að orði; þau skynja
hvort annað á nýjan hátt í raunheimum.
Við þetta breytist allt því Inga verður
ástfangin af Abel en sú ást er ekki end-
urgoldin. Sögur þeirra tvinnast í fram-
haldinu saman á flókinn og óræðan hátt
og í sögulok eru þau bæði dáin eða horf-
in – en þó ekki.
Raunar er þó ekki rétt að segja að
Inga og Abel séu aðalpersónur bókar-
innar, því sú persóna sem hefur mest
áhrif er rithöfundurinn Theodóra,
móðir Ingu. Hún er í raun allt í senn,
höfundur, persóna og stundum sögu-
maður – móðurhugurinn alltumlykj-
andi. Sögur Ingu og Abels eru rammað-
ar inn af frásögn hennar eftir að hún
hefur ferðast frá Reykjavík til Provi-
dence til að veita einkadóttur sinni náð-
arhöggið, eins og hún segir sjálf; Inga
liggur í dái eftir sjálfsmorðstilraun og
Theodóra þarf að gefa læknunum leyfi
til að taka hana úr sambandi. Örvingluð
af sorg og reiði út í dóttur sína grípur
hún til þess ráðs sem hún þekkir best og
byrjar að skrifa: „Skáldalistin er það
eina sem ég kann, að raða saman
orðum, finna merkinguna bak við
hrynjandi og frásögn. Láta sögu líða
fram að niðurstöðu. Inga verður lögð í
grafhýsi úr orðum.“ (bls. 6)
***
Af því sem hér hefur komið fram má
ráða að Móðurhugur sé sjálfsmeðvituð
skáldsaga og það er hún. Hún er „graf-
hýsi úr orðum“ sem Theodóra byggir
yfir dóttur sína og Abel en þó fyrst og
fremst fyrir sjálfa sig – sprottin út frá
þörf og viðleitni mæðgnanna beggja til
að ná tökum á tilverunni í gegnum skrif.
Viðfangsefni bókarinnar eru af ýmsum
toga, svo sem samband móður og barns,
trú og yfirskilvitleg málefni, sjálfsmynd
og veruleiki trans fólks (Abel hefur farið
í gegnum kynleiðréttingu) og síðast en
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM_4_2018.indd 124 6.11.2018 10:22