Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 129
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 4 129 flakkar um Reykjavík í tilraunum til að efna það sem hún hafði lofað en ekki síður í leit að leiðum til að efna það ekki. María vill gjarnan halda áfram áhyggjulausu lífi hins stefnulausa djammara, þó að óþolið gagnvart því sé líka orðið allnokkuð og þeir sem elska hana séu við það að gefast upp. II Píslarganga Maríu um Reykjavík er drifin áfram af mótþróa gegn þeirri framtíð sem faðir hennar hefur fyrir- skipað og hún lofað að gangast undir eftir skipbrotið í Brighton. Drifin áfram af uppreisnargirni, en það er ekki síður máttur vanans sem teymir hana í bæinn, á fornar djammslóðir. Lýsingar bókarinnar á reykvísku skemmtanalífi samtímans er raunsönn og nöturleg. Það á bæði við um upplifun okkar af tíma Maríu á skemmtistöðun- um og vandræðaganginum á leiðinni milli þeirra, og ekki síður um lýsingar hennar á því sem fyrir augu ber. Það var ekkert áhugavert þarna hinum megin við glerið. Allt copy-paste af sömu smekklausu túristunum með Iceland- húfur eða sjúskað háskólapakk með vax í hárinu að byrja djammið. Háskólakrakk- arnir í voða fínum fötum, skjálfandi, að bogra yfir bjórdósum eins og þeir væru með kryppu. Þrír strákar í jakkafötum gengu fram hjá, allir með Tuborg-dósa- bjór. Ég mundi eftir leiðinlegu stelpunum í háhæluðu skónum sem voru að rífast um hvaða bland þær ættu að kaupa. Djammið var til þess að þessir tveir hópar gætu hist og eignast börn saman. (64) Ferð Maríu út á lífið er ekki skemmti- ferð. Í henni er engin gleði, engin eftir- vænting í aðdraganda kvöldsins. Það er einhver hversdagsþreyta, skyldurækni í barferðunum. Þetta er bara það sem hún gerir, lífshættir frekar en tilbreyting. Meira að segja María sjálf gerir sér á stundum grein fyrir þessu: Það var eins og tíminn væri að líða hjá öllum nema mér. Ég sat bara þarna, ein, og gerði ekki neitt. Og ekkert gerðist, ég fann ekki fyrir lífinu í kringum mig. Allt var svo langt í burtu. (116) En okkur er gert alveg ljóst að þótt hún geti séð þetta þá er aðdráttarafl óbreytts ástands æði sterkt. Vafalaust er hægt að lesa Millilendingu sem greiningu á fíkli í afneitun, og hin glæsilega uppbyggða og óþægilega heimsókn til ömmunnar verður vart túlkuð öðruvísi en að þar sjáum við samskiptamynstur alkóhólista við fjölskyldumeðlim sem stendur í vegi fyrir áframhaldandi gleði. Það er hins vegar of þröngt sjónarhorn. Lífskrísa Maríu virðist miklu fremur snúast um óþol gagnvart hversdagsleikanum en leit eftir næsta fixi. Með því að hafna þeim brautum sem henni bjóðast, en skorta neistann til að skapa sínar eigin, er María lent á leiðum sem þrengja jafnvel enn meira að henni en borgaralínan sem henni stendur til boða undir verndar- væng föður síns. Það er síðan til marks um margræðni textans að á einum af lægstu punktun- um í vegferð Maríu heldur Gauji, smáði vitleysingurinn, sá eini sem hún telur sig örugglega geta litið niður á, yfir henni ræðu um hvar hamingjuna sé að finna sem væri ekkert ólíklegt að rekast á á fyrirlestramyndbandasíðunni TED talks: – Stundum þarf maður bara að líta í kringum sig. Horfa á allt draslið. Ég meina, sjáðu þetta. Sjáðu hvað þetta er fal- legt, sjáðu allt fólkið. Ég skil ekki að heim- urinn, þú veist, alvöru heimurinn, þetta hérna, ég skil ekki af hverju þetta er ekki í fréttum á hverju einasta kvöldi. (143) TMM_4_2018.indd 129 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.