Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 135
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 4 135
markmið bókarinnar; að berjast gegn
undirferli valdsins „á öllum vígstöðvum,
lóðrétt og lárétt!“ (164).
Tilvísanir
1 Eitt helsta íslenska fordæmið er auðvitað
Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur
sem kom út árið 1987.
2 Shahid Naeem, „Ecosystem Services: Is
a Planet Servicing One Species Likely to
Function?“, Linking Ecology and Ethics
for a Changing World. Values, Philosophy,
and Action, Springer, 2013, bls. 303. Sótt 7.
janúar 2018 af https://link.springer.com/con-
tent/pdf/10.1007%2F978-94-007-7470-4.pdf.
3 Upprunasaga Ofurkonunnar, sem birtist
fyrst í teiknimyndaseríu árið 1941, er byggð
á grískri goðafræði. Sjá Bára Huld Beck:
„Ofurkonan enn sterk fyrirmynd 76 árum
síðar“, viðtal við Melkorku Huldudóttur,
Kjarninn, 26. ágúst 2017, sótt 7. október 2018
af https://kjarninn.is/skyring/2017-08-18-
ofurkonan-enn-sterk-fyrirmynd-76-arum-
sidar/.
4 Val Plumwood, Feminism and the Mastery
of Nature, Routledge, London og New York,
1993, bls. 7.
5 Angela MacRobbie, The Aftermath of Fem-
inism. Gender, Culture and Social Change,
Sage, Los Angeles, New Delhi, Singapore,
Washington DC, bls. 2.
6 Margir hafa bent á vistfemínískan boðskap
Moana í greinum og færslum á netinu. Eitt
dæmi er grein þar sem m.a. er bent á að þótt
boðskapur myndarinnar sé vistvænn þá
græði framleiðandinn, Disney, á endanum á
framleiðslu plastleikfanga og öðrum meng-
andi varningi tengdum myndinni. Taylor
Ramage: „I’ve Been Staring at the Edge of the
Divine. Feminist Theology in Moana“, 14.
október 2017, sótt 7. október 2018 af https://
taylorramage.wordpress.com/2017/10/14/
ive-been-staring-at-the-edge-of-the-divine-
feminist-theology-in-moana/.
7 Henry David Thoreau: Walden, eða Lífið í
skóginum, þýð. Elísabet Gunnarsdóttir og
Hildur Hákonardóttir, Dimma, 2017, bls.
243, neðanmáls.
8 Susan Power Bratton, „Tradition as Benefit
or Barrier? The Case of Christian Religion
in the Formation of Environmental Ethics
in the United States”, Linking Ecology and
Ethics for a Changing World, bls. 82.
9 Steinunn Inga Óttarsdóttir, „Undirferli
ógnar forminu á lúmskan hátt“, Víðsjá, 15.
janúar 2018, sótt 7. október 2018 af https://
www.ruv.is/frett/undirferli-ograr-forminu-
a-lumskan-hatt.
Dagný Kristjánsdóttir
Vertu sýnilegur!
Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu
ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels. Mál
og menning 2017. 235 bls.
Ég hef verið spurð að því nokkrum
sinnum hvort innflytjendur hafi skrifað
áhugaverðar barna- og unglingabók-
menntir á Íslandi? Eða hvort hér hafi
verið skrifaðar áhugaverðar bækur fyrir
börn þar sem innflytjendur séu í aðal-
hlutverki eða komi fyrir sem aukaper-
sónur?
Fyrir nokkrum árum vafðist mér
tunga um höfuð við svona spurningar,
bækur þar sem börn af erlendum upp-
runa komu við sögu voru teljandi á
fingrum annarrar handar og enginn
innflytjandi hafði skrifað barnabók, að
mér vitandi. Þær barna- og unglinga-
bækur sem ég vissi um þá voru þessar:
Öðruvísi fjölskylda og framhaldsbækur
hennar eftir Guðrúnu Helgadóttur
(2002–2006), Drekastappan (2000) og
Draugasúpan (2002) eftir Sigrúnu Eld-
járn og Tíu litlir kenjakrakkar eftir Sig-
rúnu og Þórarin Eldjárn (2016), Kleinur
og karrý (1999) og Hetjur (2010) eftir
Kristínu Steinsdóttur, sú síðarnefnda
segir frá íslenskum dreng sem verður
innflytjandi í Þrándheimi í Noregi,
TMM_4_2018.indd 135 6.11.2018 10:22