Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 136
U m s a g n i r u m b æ k u r 136 TMM 2018 · 4 Galdra-Dísa (2017) eftir Gunnar Theo- dór Eggertsson, Maðurinn sem hataði börn (2014) eftir Þórarin Leifsson og Með heiminn í vasanum (2011) eftir Margréti Örnólfsdóttur. Hægt og bítandi er þetta að breytast. Og má ekki seinna vera því að innflytj- endum fer fjölgandi á Íslandi, sem betur fer. Íslenska samfélagið hefur hins vegar ekki verið að flýta sér að bregðast við því. Það er enginn sómi að því hve lítill kvóti flóttamanna er og þótt vel sé tekið á móti þeim útvöldu er ekki nógu vel tekið á móti hælisleitendum og atvinnu- leitendum eins og allir vita. Skólakerfið hefur sömuleiðis verið mjög illa búið undir að taka á móti börnum af erlend- um uppruna eins og lesa má í nýútkom- inni rannsókn, Íslenskukennsla í grunn- og framhaldsskólum (2018). Flóttabörn Samkvæmt upplýsingum UNICEF fyrir tveimur árum höfðu 580.000 börn sótt um hæli sem flóttamenn í Evrópu, 90% af þeim höfðu komið til Evrópu fyrir til- stilli smyglara. Helmingur flóttabarnanna kom frá Sýrlandi, Írak og Afganistan þar sem stríð geisa og almenningur flýr ofbeldi og dauða. Hundrað þúsund börn voru ein á ferð og þau verða auðveld bráð fyrir smyglarana og aðra hrægamma sem taka peninga þeirra og eigur og selja þau svo eða gera þau út í vændi eða glæpastarfsemi. Flóttamannasmygl er gróðavegur því smyglararnir velta milli 40–50 milljörðum norskra króna á ári að því er talið er.1 Ég sá á dögunum sjónvarpsviðtal við einn smyglarann sem sagði að hann fyndi ekki til minnsta samviskubits yfir því sem hann gerði – þegar hann sæi lítið barn sæi hann peninga. Öllu góðu fólki ofbýður grimmd þessara manna en það breytir ekki miklu fyrir börnin. Góða fólkið er fljótt að gleyma ef ekki myndast varanlegri tengsl við það sem er að gerast. Fjölmenningarbókmenntir Töluvert hefur verið skrifað í barnabók- menntafræðum um fjölþjóðlegar barna- og unglingabækur en hvað rúmast í þeirri formdeild? Mingshui Cai, prófess- or í menntunarfræðum í Norður-Iowa, skiptir barna- og unglingabókum um fjölþjóðlegt efni í tvo hópa eftir því hvort vegur þyngra í þeim, bókmennta- legur metnaður eða fræðsluþörf. Fyrri gerðin er innhverf í þeim skilningi að hún talar til fjölmenningarsamfélags sem veit meira eða minna um átökin sem eiga sér stað. Síðari gerðin er úthverf af því að hún talar til samfélags sem er of samsett til að hópar innan þess geti haft þær upplýsingar sem þeir þyrftu til að skilja bakgrunn og átök persóna. Höfundur telur sig þá verða að skýra margt fyrir lesendum til að gera þeim lesturinn auðveldari. Hann getur líka valið hið gagnstæða, látið lesanda hafa eitthvað fyrir lífinu, en aðalatriðið er samt að hann vill ná til lesandans. Ef aðalpersónan tilheyrir menningar- legum minnihluta sem stendur höllum fæti í samfélaginu þarf hún oft að kljást við fáfræði, fordóma og jafnvel andúð meirihlutans. Í þeim skilningi eru allar fjölþjóðlegar barna- og unglingabækur í raun kennslufræðilegar segir Cai.2 Við það má bæta að þær eru líka oftast vandamálamiðaðar, hafa sem markmið að vinna gegn rasisma, reyna að vekja samlíðan lesandans með aðalpersón- unni og skilning milli einstaklinga og menningarheilda. Það er verkefni góðs höfundar að finna jafnvægið þarna á milli. Og þá kemur upp annað vandamál. Hver gefur höfundi umboð til að gera sig að talsmanni þaggaðs minnihluta- TMM_4_2018.indd 136 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.