Ófeigur - 15.08.1948, Qupperneq 9

Ófeigur - 15.08.1948, Qupperneq 9
ÓFEIGUR 9 meinsemd hinna ótryggu vinnubragða, af ótta við at- kvæðatap við kosningar. Mbl., Tíminn og Alþýðubl., avo og Þjóðviljinn, létust ekki vita um málið. Vísir flutti mestalla greinargerðina mánuði eftir að tillagan kom fram, en aldrei minntist blaðið hennar að öðru leyti. Helgi Hjörvar las meginefnið í útvarpinu. En svo mjög eru atvinnurekendur og forkólfar stjórnmálanna blind- aðir af gömlu eftirlæti við kommúnista, að þeir treysta sér ekki til að ræða málið. Hér er þó meira en saga til næsta bæjar. Höfuðsmaður kommúnismans, sjálfur Stal- in, sér að ríki hans getur ekki staðizt með því að draga hin keyptu vinnubörgð niður í það svað, sem framleið- endur í vesturlöndum verða að búa við í þessum efn- um. Þess vegna kastar Stalin sér í faðm hinna miklu framleiðenda í Ameríku, svo sem Henry Ford, og tek- ur aðferðir þeirra til fulls í sína þjónustu. Það verð- ur að teljast frábært sinnuleysi af íslenzkum framleið- endum, að hafa ekki fylgzt með skipulaginu um ákvæðis- vinnu í Bandaríkjunum og Stakhanov-hreyfinguna. Áttu um málið að vera almennar og óhlutdrægar umræður. Ákvæðisvinnuskipulagið er í einu réttlátt, gott fyrir bæði verkamenn og vinnukaupendur, framleiðslu lands- ins og alla þjóðina nema þá, sem vilja svíkjast um og hafa -of hátt kaup í skjóli duglegri manna. Eftir að tillaga mín var komin fram í þinginu og nú birt í Ófeigi, er málið auðsótt, ef dáð og dugur er í leiðtogum atvinnu- veganna, bæði til lands og sjávar. Þeir eiga að benda á, að í því eina ríki, þar sem bolsivikar hafa stjórn- taumana í sínum höndum, hefir komið í Ijós, að ríkið gat ekki staðizt, nema með því móti að borga hverj- um manni eftir verkafköstum hans. Stalin, faðir allra kommúnista, hefir tekið málið í sínar hendur. Hann fordæmir með gildum rökum að greiða silakeppum sama kaup eins og vinnugörpunum. I ríki hans eru meira að segja mjög margir launastigar, sem lagðir eru til grundvallar eftir því sem nefnd er þýðing starfs- ins. Ofan á þann mun bætist svo munur á kaupi eftir •afköstum, miðað við meðaldagsverk. Ef mál þetta væri sótt með festu og réttlæti, en ekki með löngun til að gera sumum aðilum hærra undir höfði en öðrum, mundi vera auðvelt að breyta skipulaginu til betri vegar á skömmum tíma. Allir duglegir menn græða á breytingunni, dugnaður vex við öll störf. Silakepp- 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.