Ófeigur - 15.08.1948, Side 16

Ófeigur - 15.08.1948, Side 16
16 ÓFEIGUR tektarvert, að síðan tillaga þessi var borin fram í þing- inu, hafa Norðmenn, Danir og Hollendingar efnt til heimavarnarliðs af sömu ástæðum og hér koma til greina. Sama alda gengur yfir öll lönd. Allir óttast ó- vissa og hættulega atburði. Liðsafii sá, sem Danir ætla að safna til öryggis innanlands, svarar til 3000 manna. þjóðliðs á Islandi. Að því er snertir þjóðvörð í lar.di, þarf ekki að vera um verulegan kostnað að ræða. Æf- ingarnar yrðu eins konar leikfimi og þeir dagar, sem liðsafli þessi yrði kvaddur til löggæzlustarfa, yrðu mjög fáir. Menn, sem stofna til óspekta, eru að öllum jafnaði úrgangslýður, sem gerist ráðsettur og löghlýð- inn, þegar löggæzluvaldið er við hendina, í einu rétt- látt og öflugt. Lítið hefir verið rætt opinberlega um þetta mál, en í kyrrþey hafa þjóðhollir menn árum saman haft áhuga fyrir lausn þess. Innlendir og erlend- ir atburðir munu fyrr en varir knýja þjóðina til að breyta óskum og vonum í framkvæmdir. XX. Sú óhæfa varð heyrinkunn í vetur, að Guðbrandur Jónsson hefði með leynd og í fullu heimildarleysi graf- ið upp bein Jóns Arasonar og sona hans, og flutt þau til Reykjavíkur og ráðstafað þeim eftir geðþótta. Bar ég þá fram fyrirspurn um málið. Stjórnin mun hafa gengið að Guðbrandi og krafizt af honum skýringa. Sá hann þá þann kost vænstan, að játa sekt sína opin- berlega í blaðagrein. Þóttist hann hafa fengið til verks- ins heimildir frá ýmsum aðilum, en fáir höfðu heimild til leyfisveitinga. Allir voru þeir menn fallnir frá, sem áttu að hafa veitt heimild til þessa fáránlega verks og ekki voru skrifleg skilríki frá neinum þeirra. Með sama rétti gæti Guðbrandur brotizt niður í grafir Matthíasar Jochumssonar og Jóns Sigurðssonar og flutt burt, til eigin ráðstöfunar, jarðneskar leifar þeirra. Þetta verk var því verra, þar sem Skagfirðingar höfðu hætt á meira og framkvæmt jarðarför þeirra Hóla- feðga með meiri áreynslu og fómfýsi heldur en fram hefir komið við nokkura aðra jarðarför hér á landi. Er það nú sammæli allra dugandi manna í Skagafirði, að ríkisstjórnin verði að bæta úr þessu óhæfuverki og láta taka bein þau sem Guðbrandur Jónsson hefir flutt burt frá Hólum og skila þeim heim í rétta gröf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.