Ófeigur - 15.08.1948, Síða 18

Ófeigur - 15.08.1948, Síða 18
18 ÖFEIGUR Eftir á mun það þykja vel farið, að brot af hinum hverf- ula stríðsgróða hefir verið varið til að búa forseta- heimilið myndarlega úr garði. Hitt var óheppilegt og óþarft, að gera þessar umbætur án eðlilegrar heim- ildar alþingis og mundi aldrei hafa verið gert nema fyrir þá lömun þingstjórnarinnar, sem hið svikula bræðralag borgaraflokkanna við fimmtu herdeildina hefir leitt yfir þjóðina. En nú hefir Gylfi Gíslason, mjög að sínum óvilja, orðið til að gera tilkostnaðinn og átökin við endurbyggingu Bessastaða kunnari öil- um landsmönnum heldur en nokkra aðra framkvæmd, sem ríkið hefir kostað á síðari árum. XXII. Að vonum hafa fá mál vakið jafnmikla eftirtekt hér á landi, eins og vitneskjan um, að forsætisráðherra ís- lands Hermann Jónasson sendi ungan flugmann, sem átti sökum eindreginna fyrirmæla ráðherrans að verða lögreglustjóri í Reykjavík, beint í opinn faðm Himm- lers þegar yfirgangur hans og nazista var sem ægileg- astur. Sveinn Bjömsson, sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, hafði á útmánuðum 1939 sent H. J. þrjú viðvörunarbréf í sama mánuðinum. Lýsti sendiherra þar mjög nákvæmlega, hversu leynilögreglan danska hefði fullar sannanir fyrir þvi, að Himmler hefði þanið margþætt njósnarkerfi um alla Danmörku og margar taugar lægju þaðan til Islands. Sendiherra ráðlagði stjórninni að senda til Danmerkur æfðan lögfræðing til að kynna sér þá þjóðarhættu, sem stafaði af njósnum Himmlers. Sýnilegt var, að sendiherrann gerði ráð fyr- ir, að ríkisstjómin mundi nota þessa þekkingu til að varast vélabrögð og svik nazista. En H. J. hélt þess- um viðvörunarbréfum algerlega leyndum. Eg var þá formaður utanríkisnefndar. Það var beinlínis skylda að bera þjóðhættulegt erlent njósnarmál undir nefnd- ina. Því fremur var ástæða til að hafa nefndina með í ráðum, þar sem hún var þá, um nokkurra ára skeið, mjög athafnasöm um allt, sem laut að frelsismálum þjóðarinnar. En H. J. lét hvorki mig eða aðra nefndar- menn vita um þessa aðsteðjandi hættu. Stefán Jóhann tók um þessar mundir við embætti utanríkisráðherra og hann var einnig leyndur vélræðunum. Nokkru síð- ar, sumarið 1939, sendir H. J. hinn unga lögreglu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.