Ófeigur - 15.08.1948, Síða 38
ÓFEIGUR
38
Breiðafjarðar, auk Borgarnes- og Akranesbáta, sem
nú er til. Krafan um skipulagningu fióabátaferðanna
er nú orðin aimenn, og er ekki unnt að leysa á viðun-
andi hátt úr þörfum eins hérað án þess að hafa yfir-
sýn um þörf landsins alls.
U. Hervernd íslamds.
Tvenns konar viðhorf koma um þessar mundir fram
í stjórnmálum heimsins. Annars vegar er talað um ai-
heimsfrið og starfsemi sameinuðu þjóðanna í því sam-
bandi. Hins vegar búa allar þjóðir nema Islendingar
sig undir það, sem þær kalla að verja land sitt. Rússar
hafa ógrynni liðs, og hafa auk þess her í fjölmörgum
ríkjum, svo sem Póllandi, Austurríki, Ungverjalandi,
Rúmeníu, Búlgaríu og á sama hátt víða í landamerkja-
löndum í Austurálfu. Bretar afvopna mjög hægt og
vilja vera við öllu búnir. Bandaríkin ráðgera að hafa
mikinn her á friðartímum. Eiga þau auk þess herskipa-
stól, sem er meiri en floti allra annarra þjóða saman-
lagður, og loftflota, sem er eigi minni hlutfallslega.
Smáþjóðir eins og Norðmenn ætla að vera vel vopn-
aðir og búnir undir óvæntar árásir.
Skýringin á þessari tvíhyggju er mjög einföld. Vest-
urþjóðirnar börðust til að vernda frelsi og lýðræði í
heiminum móti þrem einræðisþjóðum. Þeim tókst að
gersigra ítali, Þjóðverja og Japana í nýafstöðnu stríði.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina beitti Wilson sér fyrir sam-
bandi allra þjóða til að varðveita friðinn. Einræðisþjóð-
ir heimsins rufu þann frið. Roosevelt og Churchill tóku
á Atlantshafsfundinum friðarhugsjón Wilsons og hugð-
ust að gefa henni nýtt líf og varanlegt. Friður og rétt-
læti skyldi ríkja meðal þjóðanna. Smáþjóðir Vestur-
Evrópu fögnuðu þessum aðgerðum og hétu fylgi sínu.
Eftir að Hitler hafði neytt Rússa út í stríð með Banda-
mönnum, þóttust Rússar í fyrstu vilja styðja réttlátt
þjóðabandalag. En þegar til kom, fóru þeir nálega alls
staðar sínar eigin götur, mjög í átt til aukinnar kúg-
unar. Þeir byrjuðu að byggja sér varnarbelti úr hálf-
undirokuðum eða algerlega innlimuðum þjóðum. Meðan
stóð á stríðinu, lét stjórn Rússa þjóð sína vera að
mestu ófróða um hina stórfelldu hjálp bandamanna
þeim til handa og um hernaðarafrek vesturþjóðanna.