Ófeigur - 15.08.1948, Page 53
ÓFEIGUR
53
Evrópuþjóðir. Bandaríkjamenn unna landi sínu og þeim
miklu skilyrðum, sem þar eru til fjársöfnunar og at-
hafna. Hafa þeir enga þörf til að leggja undir sig ný
lönd. Þegar Bandaríkin höfðu verið lýðveldi í einn
mannsaldur, þótti ástæða til að ætla, að nokkur Evrópu-
ríki, sem stýrt var af afturhaldsforkólfum, mundu
freista að leggja undir sig sum hin mannfáu en auðugu
lönd í Mið- og Suður-Ameríku. Það þóttust Banda-
ríkin sjá, að ef þetta tækist, gætu stórveldi í Evrópu
haft liðsöfnuð í þessum nýlendum og snúið vopnum
sínum þaðan móti Bandaríkjaþjóðinni. Þá gerðist sá
atburður í Bandaríkjunum, árið 1823, að Monroe for-
seti lýsti yfir, með stuðningi Bretastjórnar, að Banda-
ríkin mundu ekki þola neinni framandi þjóð að leggja
undir sig lönd eða ríki í Ameríku. Er þetta hin nafn-
togaða Monroe-kenning, sem hefur verið nefnd hlífi-
skjöldur allra smáríkja í Ameríku í meira en 120 ár.
1 skjóli við þessa yfirlýsingu Bandaríkjanna treystu
þjóðirnar í Mið- og Suður-Ameríku skipulag sitt sem
óháð lýðveldi. Hefur engin Evrópuþjóð treyst sér til
að ráðast á lýðveldin í Ameríku síðan Monroe-vernd-
in hófst, ef frá er talin vanmáttug tilraun Napóleons
IH. að ná fótfestu í Mexico, en sú tilraun endaði með
miklum ósigri innrásarhersins. Laust fyrir síðustu alda-
mót björguðu Bandaríkin Kúbu og Filippseyjum und-
an blóðugri harðstjórn Spánverja og hafa alið þessar
þjóðir upp til að geta orðið sjálfstæðar undir vernd
Monroe-stefnunnar. Er það skemmst af að segja, að
þó að leitað sé vandlega um endilöng spjöld mannkyns-
sögunnar, þá eru þess engin dæmi fyrr en Bandaríkin
komu til sögunnar, að stór og voldug þjóð hafi tekið
að sér að vernda frelsi og sjálfstæði fjölmargra smá-
ríkja, án þess að gera þetta vald að kúgunarbandi.
Jóni Sigurðssyni taldist svo til, að Danir hefðu grætt
allt að 600% á því að selja íslendingum aðflutta vöru
og kaupa alla framleiðslu landsmanna. Mun þakkláts-
semin fyrir vernd Dana á liðnum öldum hafa knúið
allmarga Islendinga, einkum þá, sem lengi höfðu búið
í Danmörku, til að beita sér móti lýðveldisstofnun-
inni. En allmargir af þessum sömu mönnum hafa nú
snúizt til andstöðu gegn því, að Islendingar tryggi sér
vernd þeirrar einu stórþjóðar, sem svo er sett og hefur
það skipulag, að hún misnotar ekki styrk sinn til land-