Ófeigur - 15.08.1948, Side 55

Ófeigur - 15.08.1948, Side 55
ÓFEIGUR 55 brotna allar hömlur, og heimatilbúið eða smyglað vín flýtur yfir landið. Óheft sala áfengis og bann eru öfga- leiðir, eins og mannleg náttúra er í norrænu fólki. Færi vegurinn liggur milli öfganna. Sú leið er takmörkuð saia áfengis. Skal hér bent á úrræði, sem mundi stór- lega draga úr áfengisnautn, en hindra þó jafnframt launsölu og brugg. Hér er lagt tU, að ekki megi selja konum sterkt á- fengi og ekki karlmönnum yngri en 21 árs að aldri. Ætlazt er til, að hver fullorðinn maður geti fengið 3 pela af sterku áfengi á mánuði. Sjálfur verður hann að sækja drykkinn og kvitta fyrir í áfengisbók, sem verður að gerð hliðstæð vegabréfi. Unglingar á vaxtar- aldri hafa vissulega ekki þörf fyrir sterka drykki. Er fátt óhugnanlegra tilsýndar en ölvaðir unglingar og kvenfóik. Það leiðir af eðli málsins, að menn, sem verða ölvaðir á almannafæri, eiga að tapa rétti til að fá á- fengisbók. Vafalaust mætir sú tillaga, að selja konum ekki sterka drykki, nokkurri gagnrýni af hálfu þeirra kvenskör- unga, sem telja sæmd kvenna liggja við, að konur fái að feta á allan hátt í fótspor karlmanna. Hér kennir ónákvæmni í rökum. Karlar og konur geta ekki leyst af hendi sömu verk. Karlmenn ganga ekki með börn, leggja ekki börn á brjóst, sinna ekki börnum á vaxtar- aldri með þvílíkri umhyggju sem konur. Frá upphafi Islands byggðar og fram á síðustu ár hafa tiltölulega fáar konur notað og enn síður misnotað áfenga drykki. Á síðustu mánuðum hafa f jölmennir kvennafundir kraf- izt, að allt áfengi yrði gert útlægt úr landinu. Sama skoðun hefur komið fram í hinni almennu mótstöðu gegn bjórbruggun. Má af öllu þessu draga þá ályktun, að dugandi konur muni ekki telja sér sæmdarauka að skaðlegu jafnrétti við úthlutun sterkra drykkja. Ekki þykir fært að meina veitingahúsum, sem hafa vínveitingaleyfi, að selja takmarkað magn af léttu víni með máltíðum og.í mannfagnaði. Hefur engri þjóð tek- izt að komast hjá að hafa borðvín í veizlum, og í fjöl- mörgum löndum nota milljónir manna létt vín með mat, án þess að ölvun komi til greina. Óhugsandi er, að ís- land geti verið ferðamannaland, ef bannað er að hafa borðvín með máltíðum á vissum opinberum veitinga- stöðum, sem hafa ákveðnum skyldum að gegna. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.