Ófeigur - 15.08.1948, Qupperneq 58
58
ÖFEIGUR
beint úr áfengisverzluninni, eru þá þrotnar. Með þess-
ari takmörkuðu sölu, sem hér er mælt með, er vín-
mönnunum gerð nokkur úrlausn. Auk þess mundu þeir
vafalaust fá einhverja viðbót af skammti náungans.
En sú viðbót getur aldrei orðið nema smáræði, borið
saman við hina ótakmörkuðu sölu, sem nú tíðkast. Ef
konur fengju úthlutað forða af áfengi, mundu fæstar
þeirra nota vínið sjálfar, heldur gefa það mönnum,
sem sízt hafa þess þörf.
Hér er ekki gerð tilraun til að skilgreina vínin ná-
kvæmlega, enda er þess ekki þörf að svo stöddu. En
þegar í þessari tillögu er talað um sterk vín, er átt við
brennivín, whisky og koniak, en með léttum vínum er
átt við hin lítið áfengu vín, sem suðrænar þjóðir nota
við venjulegt borðhald. Hingað til hafa íslendingar
gert þess háttar vínum lítil skil, líklega þótt þau of
létt. Hér er gert ráð fyrir, að fólk eigi að geta fengið
hóflegan skammt af slíkum vínum í veizlum, sem lög-
reglustjórar leyfa, og á viðurkenndum gistihúsum, sem
landsstjórnin telur, að hafi þörf slíkrar undanþágu
og kunni með að fara.
Á undangengnum árum hafa templarar og ýmsir
aðrir áhugamenn í félagsmáium talið ný bannlög eina
úrræðið, þó að þeir vissu vel, að þeir höfðu enga von
um að komast þá leið. Gerum ráð fyrir, að einstaka
hugsjónamenn telji bann lokatakmarkið. En á rneðan
sú leið er algerlega lokuð og áfengið heldur áfram sig-
urför um landið, þá er skylda allra, sem sjá hina miklu
þörf, að reyna hjálp í viðlögum. Hér er bent á slíka
leið. Vel má vera, að það taki nokkur ár að sannfæra
andstæðinga ofdrykkjunnar um, að þeir verða annað-
hvort að sameinast um takmörkun á vínnautn eða sjá
hlut sinn versna með hverju ári, sem líður. Þegar templ-
arar, bindindismenn, hófsmenn, áhugasamar komrn,
íþróttamenn og skynsamir borgarar sameinast um þá
leið, sem hér er bent á, mun mega kreppa svo að á-
fenginu í landinu, að það geri mjög takmarkað tjón,
samanborið við það ástand, sem nú ríkir í þessum efn-
um.
IV. Fæðmgardeildin í Reykjavík.
Um nokkurra mánaða skeið hefur hin mikla fæð-
ingardeild, sem getur tekið á móti 54 sængurkonuum,