Ófeigur - 15.08.1948, Page 59

Ófeigur - 15.08.1948, Page 59
ÓFEXGUR 59 staðið fullgerð á lóð landsspítalans, en ekki verið notuð. Virðist ekki vanta annað en rúmstæði og sængurklæðn- að til þess, að þessi stofnun verði opnuð til afnota fyrir almenning í bænum. Mun skoðanamunur um, hvort deildin eigi að vera sjálfstætt fyrirtæki eða lúta yíirumsjón prófessors í handlækningum við landsspít- alann, hafa tafið fyrir notkun hússins. Er þetta með öllu óviðunandi, þar sem heimili í Reykjavík og nágrenni eru jafnmannfá og annars staðar á landinu og almenn ósk sængurkvenna að geta dvalið á fæðingarheimili fyr- ir og eftir barnsburð. Víða um land er mikill áhugi að koma upp fæðingarheimilum og mun þessi dráttur að óþörfu spilla fyrir góðu máli, ef þau tíðindi spyrjast um landið, að höfuðstaðarbúum lánist ekki að útvega sér rúmstæði og sængurföt í þessa stofnun, eftir að húsið er fullgert. V. Veimdun Skálholfsstaðar. Skálholt var frá dögum ísleifs biskups og fram yfir móðuharðindin annar helzti og mesti helgistaður lands- ins, næst á eftir Þingvöllum. Allan þennan langa tíma •er Skálholt sem menntasetur og valdastaður ofinn inn í sögu landsins á ógleymanlegan hátt. í bágindunum eftir móðuharðindin, þegar lá við landauðn á íslandi, var skóli og biskupssetur flutt burt úr ösku- og jarð- skjálftarústunum. Þjóðin var þá þannig sett, að hún gat engri mótgerð frá sér hrundið. Eftir þetta var Skál- holt svipt sinni fornu dýrð og veldi. Síðan er liðin hálf önnur öld. Gildir bændur hafa búið í Skálholti, og svo er enn. En það nægir ekki að hafa myndarlegan búskap og mikinn fjárstofn á slíkum sögustað. Það þarf að verja miklum fjármunum af almannafé til að setja á slíkan stað þann höfuðbólsbrag, sem hæfir hin- um sögulegu minningum. Það er búið að verja miklu fé til að gera Reykholt svo úr garði, að landið gæti tekið þar á móti hinni ágætu þjóðargjöf Norðmanna í sumar sem ieið. Ef enn hefði verið í Reykholti hálf- hruninn torfbær, peningshúsin á hlaðinu, þar hjá rauð- ir og grænir benzíngeymar og neðan við varpann ó- træðismýri, varla manngeng, þá hefði ekki verið hægt að Iáta erlenda gestahópinn sjá, að íslenzka þjóðin virti svo lítils heimili hins frægasta manns í landinu. Marg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.