Ófeigur - 15.08.1948, Page 66

Ófeigur - 15.08.1948, Page 66
•66 ÓFEIGUR ir sölu lyfja, má tryggja rétt borgaranna að nokkru með því, að Alþingi mæli svo fyrir, að í Reykjavík skuli jafnan vera ein lyfjabúð fyrir hverja 5000 íbúa. VIII. Laxvegur lijá Brúum. Þessi tillaga var borin fram á síðasta þingi, en málið var ekki útrætt í það sinn vegna þess, að ráðunautur ríkisstjórnarinnar í klakmálum vildi athuga staðhætti, áður en ákvörðun væri tekin. Má telja víst, að hann hafi gert það í sumar, sem leið. Nú er fullráðið, að inn- an skamms verði hafizt handa um mjög umfangsmikla framhaldsvirkjun hjá Brúum, svo að rafmagn frá þeirri aflstöð nægi til að bæta úr orkuþörf mikils hluta Norð- lendingafjórðungs. Þarf þess vegna frá upphafi að taka tillit til þeirra mannvirkja, sem gera þarf í sambandi við fiskveginn. Laxá er fegursta fallvatn í álfunni. Alla leið frá Mývatni að ósunum hjá Laxamýri er áin hið ákjósanlegasta veiðivatn. Erlendis er talið sjálfsagt, að halda góðum laxám opnum fram hjá virkjunarstöð- um. Ef Laxá væri lokað fyrir laxgengd, þegar verið er að reisa þar orkuver, sem kostar tugi milljóna, mundi það síðar verða sem menningarframkvæmd lagt á borð við það, þegar Geysir var seldur úr landi. IX. Fjárskipti milli Glerár og Iléraðsvatna. Á nokkrum undangengnum árum hafa Þingeying- ar og Eyfirðingar sunnan Akureyrar framkvæmt alger f járskipti með stuðningi ríkisins. Hefur þetta gefizt vel og bjargað þessum héruðum úr hallæris- og landauðn- arhættu. Samþykkt hefur verið af hlutaðeigandi bændum, sauðfjársýkinefnd og ríkisstjórn, að láta fara fram fjárskipti haustin 1947—1948 á öllu svæðinu frá austustu hreppum Barðastrandar- og Strandasýslu að Héraðsvötnum. Hafa fjárskiptin nú þegar farið fram á þessu svæði vestanverðu, og mikill áhugi fyrir fram- kvæmdum, þar sem ekki er enn búið að skipta. Þegar þessi miklu og kostnaðarsömu fjárskipti hafa farið fram og von er um stórfellda viðreisn sauðfjárbúskap- ar í heilum fjórðungi, er yfirvofandi hætta af smitun frá sjúku fé í Skagafirði austanverðum og norður- héruðum Eyjafjarðar. Hefur gamaveikin um margra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.