Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 66
•66
ÓFEIGUR
ir sölu lyfja, má tryggja rétt borgaranna að nokkru
með því, að Alþingi mæli svo fyrir, að í Reykjavík
skuli jafnan vera ein lyfjabúð fyrir hverja 5000 íbúa.
VIII. Laxvegur lijá Brúum.
Þessi tillaga var borin fram á síðasta þingi, en málið
var ekki útrætt í það sinn vegna þess, að ráðunautur
ríkisstjórnarinnar í klakmálum vildi athuga staðhætti,
áður en ákvörðun væri tekin. Má telja víst, að hann
hafi gert það í sumar, sem leið. Nú er fullráðið, að inn-
an skamms verði hafizt handa um mjög umfangsmikla
framhaldsvirkjun hjá Brúum, svo að rafmagn frá þeirri
aflstöð nægi til að bæta úr orkuþörf mikils hluta Norð-
lendingafjórðungs. Þarf þess vegna frá upphafi að taka
tillit til þeirra mannvirkja, sem gera þarf í sambandi
við fiskveginn. Laxá er fegursta fallvatn í álfunni. Alla
leið frá Mývatni að ósunum hjá Laxamýri er áin hið
ákjósanlegasta veiðivatn. Erlendis er talið sjálfsagt, að
halda góðum laxám opnum fram hjá virkjunarstöð-
um. Ef Laxá væri lokað fyrir laxgengd, þegar verið
er að reisa þar orkuver, sem kostar tugi milljóna,
mundi það síðar verða sem menningarframkvæmd lagt
á borð við það, þegar Geysir var seldur úr landi.
IX. Fjárskipti milli Glerár og Iléraðsvatna.
Á nokkrum undangengnum árum hafa Þingeying-
ar og Eyfirðingar sunnan Akureyrar framkvæmt alger
f járskipti með stuðningi ríkisins. Hefur þetta gefizt vel
og bjargað þessum héruðum úr hallæris- og landauðn-
arhættu. Samþykkt hefur verið af hlutaðeigandi
bændum, sauðfjársýkinefnd og ríkisstjórn, að láta fara
fram fjárskipti haustin 1947—1948 á öllu svæðinu frá
austustu hreppum Barðastrandar- og Strandasýslu að
Héraðsvötnum. Hafa fjárskiptin nú þegar farið fram
á þessu svæði vestanverðu, og mikill áhugi fyrir fram-
kvæmdum, þar sem ekki er enn búið að skipta. Þegar
þessi miklu og kostnaðarsömu fjárskipti hafa farið
fram og von er um stórfellda viðreisn sauðfjárbúskap-
ar í heilum fjórðungi, er yfirvofandi hætta af smitun
frá sjúku fé í Skagafirði austanverðum og norður-
héruðum Eyjafjarðar. Hefur gamaveikin um margra