Ófeigur - 15.08.1948, Page 69

Ófeigur - 15.08.1948, Page 69
ÓFEIGUR 69 hreyfa að nýju þessu mikla vandamáli þjóðarinnar. Er það alkunnugt, að hér á landi eru mjög mikil brögð að því, að heimtað er fullt kaup fyrir lélega vinnu, og hitt, sem ekki er betra, að þess eru mörg dæmi, að duglegir menn verða fyrir aðkasti frá silakeppum fyrir að vinna vel og trúlega. Úr þessu er ekki hægt að bæta nema með nýju skipulagi, þar sem hver vinnandi maður fær kaup í hlutfalli við það, sem hann afkastar. I tv^im mestu stórveldum heimsins er þetta nýja fyrir- komulag lengst á veg komið. Það er í Bandaríkjun- um og Rússlandi. Er enginn vafi á, að í báðum þess- um löndum er vinnuskipulagið beinlínis undirstaða hinna xniklu tækniframfara í þessum löndum. Hafa hinir vold- ugu iðnrekendur, eins og Henry Ford, mótað þetta skipulag. Lenin kunni vel að meta tækni Ameríku- manna og bar gott skyn á, hvers virði hún var. Fékk hann, og síðar Stalin, frá Bandaríkjunum mikinn fjölda kmmáttumanna til að reisa iðnaðinn frá grunni og koma nútímaskipulagi á framleiðsluna. Þar sem Rúss- ar hafa staðið í þessum efnum á byrjendastigi með mjög litla tækni, þegar ríki þeirra hófst, er meira af þeim að læra í þessu efni en Bandaríkjamönnum, sem hafa að baki sér langa þróun í iðnaðar- og verka- málunum. Verður meir vitnað til Rússa í þessari grein- s.rgerð, þó að skipulagið sé upprunalega amerísk upp- götvun og þaðan komið í austurveg. Eftir byltinguna 1917 var látið heita svo, að verka- mannaráðin tækju við allri stjórn á framleiðslumál- um iðnaðarins. Var þá í fyrstu gert ráð fyrir jöfnu kaupi við sömu vinnu, eins og verkamenn í Vestur- löndum hafa talið rétt vera og óhjákvæmilegt. En brátt sá Lenin, að ríki hans þyldi ekki það jafnrétti. Afköst vinnunnar voru svo misjöfn, að ekki þótti við hlít- andi. Eftir eins árs reynslu ákvað Lenin að skipa verkamönnum í mismunandi launaflokka eftir verk- kunnáttu og eðli starfanna. Voru flokkarnir í fyrstu 5, en tveim árum síðar voru þeir orðnir 12 í sumum iðngreinum. Kaupið var mjög mishátt og ekki jafnt bil milli launaflokkanna. Árið 1921 hóf Lenin hina nýju fjármálastefnu, og varð þá enn meiri munur á kaupi og kjörum launaflokkanna. Valt á ýmsu í þessu efni, þar til fyrsta 5 ára áætlunin hófst 1928. Stalin xeyndi þá að auka vinnuhraðann og afköstin með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.