Ófeigur - 15.08.1948, Page 90

Ófeigur - 15.08.1948, Page 90
makt suður í Skálholti, sóttu Skagfirðingar líkami þeirra feðga suður yfir öræfin og jarðsettu þau á Hól- um. Það þarf stórfellt skilningsleysi á sögu landsins og tilfinningum Skagfirðinga til að geta búizt við, að mál þetta verði látið niður falla, eins og því er nú komið. Þá hefur sjálf dómkirkjan á Hólum verið min flest- um sínum góðu gripum og þeir fluttir í þjóðminja- safnið. Er þetta furðuleg og óafsakanleg djarftækni. Má segja hið sama um fjölda annarra kirkna, að þær hafa verið sviptar helgigripum sínum. Hefur þessum gripum verið safnað til Reykjavíkur og geymdir undir timburþaki í miðbænum, og gæti allt safnið farizt þar í eldi á nokkrum mínútum. Á styrjaldartímum er hætt- an fyrir slíka gripi hvergi jafnmikil á öliu landinu eins og við flugvöll Reykjavíkur. Þykir nú við eiga að nota þann almenna áhuga, sem vaknað hefur í sambandi við framkomu dr. Guðbrands Jónsonar varðandi óleyfi- lega meðferð hans á jarðneskum leifum Jóns Arason- ar og sona hans, til að koma eðliiegri skipun á öll þessi mál með því, að allar kirkjur utan höfuðstaðar- ins fái aftur frá þjóðminjasafninu alla sína gömlu gripi, sem þangað hafa verið fluttir, og verði haft um þetta ráð biskups, hlutaðeigandi presta og sóknarnefnda. XXV. Þingmannaheimili. Þegar leið að alþingishátíðinni 1930, var algerð vönt- un á viðunandi gistihúsi í höfuðstaðnum tii að taka á móti innlendum og erlendum gestum. Ríkið og bærinn þurftu að fá gistihús vegna almennra þarfa, en hvor- ugur aðilinn hafði löngun eða fé til að stofna til þess háttar rekstrar. Vildi þá svo tii, að Jóhannes Jósefs- son var að flytja heim frá útlöndum og vildi hefja hér atvinnurekstur. Var um margt að velja, sem arðvæn- legt þótti, ekki sízt í samband við verzlun, en Jóhannesi þótti hér vera mest vöntun á nútíma gistihúsi og var fús að hætta aleigu sinni, 200 þús. kr., í gistihúsbygg- ingu. Ríkið og Reykjavíkurbær veittu ábyrgð fyrir láni og nokkra óbeina aðstoð. Hótel Borg var reist og hef- ur síðan verið eina gistihús höfuðstaðarins, þar sem húsakjmni eru miðuð við nútíma kröfur. Hótelið bar sig vel fyrstu misserin, en allan krepputímann, 1931—
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.