Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 14
fram að færa. Erindi hans var að bjóða undirrituðum að
taka við starfi skólastjóra Samvinnuskólans og sjá um
flutning skólastarfseminnar að Bifröst í Borgarfirði svo
og skipuleggja skólann á nýjum forsendum sem heima-
vistarskóla og framhaldsskóla viðskiptamenntunar. Undir-
ritaður var með öllu óviðbiiinn að bregðast við þessu til-
boði og þeim óskum, er í því fólust. Lyktaði svo fundi okk-
ar Erlendar að undirritaður fékk vikufrest til að íhuga
málið, ræða hugsanlegar breytingar á högum við fjölskyldu
sína og trúnaðarvini.
Undirritaður var á þessum tíma staddur á harla óvenju-
legum tímamótum, sem ekki er ástæða til að gera hér að
umræðuefni sérstaklega. Hins ber þó að geta, sem óhjá-
kvæmilegt er, að þrennt hafði gerst. / fyrsta lagi hafði und-
irritaður orðið fyrir barðinu á pólitísku veitingavaldi í
sambandi við kennarastarf við Háskóla Islands. 1 öðru lagi
hafði undirritaður í fyrsta sinn gerst flokksbundinn í
ákveðnum stjórnmálaflokki, Framsóknarflokknum, enda
þótt hann hefði allt frá fyrstu árum í framhaldsskóla stutt
þann sama flokk og flutt sjónarmið hans á málfundum í
skólasamtökum. 1 þriðja lagi hafði undirritaður fengið
heimild kirkjumálastjórnar landsins, ráðherra og biskups
ásamt leyfi forsvarsmanna í fjórum sóknum prestakalls
síns, Hestaþingaprestakalls, til að mega dvelja erlendis við
framhaldsnám í guðfræði í allt að þrjú ár að Ijúka all-
viðamiklu vísindalegu verki í Gamla testamentisfræðum,
sem þá var í smíðum.
Það verður því varla sagt að val undirritaðs væri auð-
velt og það því fremur sem verulegur sársauki var tengdur
atburðarás ársins 1954. Ástæðulaust er í þessari grein að
víkja ítarlega að viku þeirri hinni örlagaríku, er undirrit-
aður svo að segja „lá undir feldi“ og tók að endurmeta for-
tíð og framtíðarmöguleika. Niðurstaðan varð sú eftir mikla
umhugsun og umræður, að undirritaður ákvað að taka
tilboði Erlendar Einarsson því er hann flutti fram í um-
boði stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga, enda
höfðu borgfirskir samvinnumenn, er undirritaður mat mik-
10