Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 16
vinnuskólann 1. júní 1955. Blað var brotið í lífi minu á hlið-
stæðan hátt eða jafnframt því sem blað var brotið í sögu
menntastofnunarinnar.
Við urðum þrír einstaklingar, sem fengum það vanda-
sama verkefni að flytja gróna og merka skólastofnun úr
höfuðborg landsins, Reykjavík, út í sveit, til afdalabyggðar
í Stóra-Borgarfirði og búa henni þar starfsskilyrði og
vaxtarmöguleika: Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands-
ins, mikill atorku- og framkvæmdamaður með næma snert-
ingu við kviku tímans og strauma atvinnulífsins, Benedikt
Gröndál, er ekki alls fyrir löngu hafði tekið við forstöðu
Fræðsludeildar SlS eftir að hafa um árabil verið ritstjóri
Samvinnunnar og vakið á sér mikla athygli sem snjall
blaðamaður, rökvís og harðskeyttur baráttumaður, en
einnig hann skynjaði samtíðina af miklum næmleika og
vissi vel hvað til friðar heyrði, og loks ég sjálfur, sem
hingað til hafði lifað að verulegu le.vti í fortíðinni en verið
vakinn til samtíðarskynjunar með því, sem mér þá fannst
fremur harkalegum hætti.
Ég hafði ekki lengi verið kynntur alþjóð sem verðandi
skólastjóri Samvinnuskólans, er ég hafði samband við
Jónas Jónsson fráfarandi skólastjóra. Við áttum saman
langt og ítarlegt samtal og fór hið besta á með okkur,
enda greinilegt, að Jónas vildi allt fyrir mig gera er verða
mætti til að auðvelda mér þann vanda að taka við stjórn
skólans og búa honum stað í nýju umhverfi. Við Jónas
vorum áður með öllu ókunnugir, enda þótt ég sem lands-
menn allir vissi á honum deili og hefði fylgst með óvenju-
legum stjórnmálaferli hans. Það þótti mér merkilegast við
þennan fyrsta fund minn með Jónasi hve samúð hans var
rík og fúsleiki hans að meta andstæðinga sína jafnt sem
samherja, en hitt mikilvægast að geta miðlað reynslu
sinni og þekkingu og leyst vanda annarra og hjálpað þeim
til að yfirstiga erfiðleika.
Júnímánuður 1955 fór að verulegu leyti í fundahöld með
forvígismönnum samvinnusamtakanna, að ræða flutning
skólans og endurskipulagningu hans í Bifröst. Þá var og
12