Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 17
ákveðið að ég skyldi fara utan og taka þátt í fundi skóla-
stjóra samvinnuskólanna í Evrópu, er halda átti í Finn-
landi í byrjun júlímánaðar. Tveir forystumenn samvinnu-
samtakanna eru mér minnisstæðastir frá þessum fyrstu
undirbúningsfundum, Sigurður Kristinsson, formaður Sam-
bandsins og áður forstjóri þess, og Eysteinn Jónsson, þá-
verandi fjármálaráðherra og varaformaður Sambandsins.
Hvort tveggja var, að báðir þessir menn voru óvenjulega
fjölhæfir og greindir og áhugi þeirra og elja sérstæð, svo
að ekkert smáatriði fór fram hjá þeim án umfjöllunar og
mats, en stórhugur þeirra á hinn bóginn slíkur, að í mínum
huga voru þeir færir um að hrinda í framkvæmd hvaða
hugsjón og jafnvel draumsýn er vera skyldi.
Það var 19. júní 1955 að skóli og félagsheimili var vígt
í Bifröst að viðstöddu miklu fjölmenni, en þar voru meðal
annarra fulltrúar frá Norræna samvinnusambandinu, Nor-
disk Andelsforbund. Var aðalfundur Norræna samvinnu-
sambandsins haldinn í Reykjavík þetta vor og vakti mikla
athygli, ekki síst fjölmennur fundur, sem haldinn var í há-
tíðasal Háskóla Islands í tengslum við aðalfundinn. Við
vígslu skólans og félagsheimilisins voru margar ræður
fluttar, bæði af íslenskum samvinnumönnum og hinum
erlendu gestum. Minnisstæðust verður mér ræða þáverandi
forstjóra sænska samvinnusambandsins, Albin Johansson,
enda vék hann alveg sérstaklega að flutningi Samvinnu-
skólans til Bifrastar og bar saman við hliðstæða þróun,
sem orðið hafði í heimalandi hans þegar sænski samvinnu-
skólinn hafði verið fluttur frá höfuðborginni til Saltsjö-
baden og gerður þar að heimavistarskóla.
Ég sá ástæðu til að biðja um orðið við þetta tækifæri og
flutti þá mína fyrstu ræðu á vettvangi samvinnusamtak-
anna sem skólastjóri Samvinnuskólans í hinum nýju og
glæsilegu húsakynnum, er áttu að verða framtíðarstaður
menntastofnunarinnar. Ég neita ekki að rödd mín hafi
verið óstyrk, enda stórt skref stigið í lífi mínu og því fylgt
eftir í þakkar og hvatningarorðum.
Á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem
13