Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 19
leika og mikla starfsgetu. Það var allra mál, er til þekktu,
að ekki væri hugsanlegt að fá æskilegri mann til kennslu
og leiðbeiningastarfa við heimavistarskólann í Bifröst en
Gunnar Grímsson. Erlendur Einarsson tók að sér að færa
þá ósk í tal við Gunnar að hann gæfi kost á sér sem kenn-
ari við Samvinnuskólann í Bifröst og yrði mér til halds og
trausts við undirbúning skólastarfseminnar. Gunnari
Grímssyni fór líkt og sjálfum mér áður, að hann vildi fá
nokkurn umhugsunarfrest áður en hann gæfi endanlegt
svar. Hann þurfti að sjálfsögðu að ræða málið við konu
sína og samherja. Við Gunnar ræddum allmikið saman á
þessum aðalfundi þegar tóm gafst til, og fór strax hið besta
á með okkur. Við leiddum hugann að líklegri verkaskipt-
ingu, ef svo færi að hann gæfi kost á sér til kennslustarfa
i Bifröst.
Það er bjart yfir þessum fyrsta aðalfundi Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, er ég sat. Mér varð ósjálfrátt á
að bera þennan fund saman við prestastefnu fslands og
fannst satt að segja að hinn síðarnefndi samfundur missti
nokkuð ljóma sinn og lit. Á báðum fundunum tókust menn
með ólíkar skoðanir á og er ekki tiltökumál. En á aðal-
fundi Sambandsins var loft ekki lævi blandið sem stundum
á prestastefnunni.
Það setti sérstakan svip á þennan aðalfund að einn mesti
athafna og framfaramaður, er fsland hefur alið, Vilhjálm-
ur Þór, var að gera reikningsskil starfs síns á síðasta ári,
er hann hafði á hendi forstöðu Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Hann gerði það með glæsilegum hætti eins
og við mátti búast, hreif fundarmenn með málflutningi
sínum og sóknargleði. Það var mér ómetanleg reynsla að
fá að vera viðstaddur lokauppgjörið og skynja hve djarft
var teflt og af mikilli kunnáttu. Sjálfur átti ég þess kost
að ræða við Vilhjálm Þór á fundinum um framtíð Sam-
vinnuskólans í Bifröst og gleymi aldrei hjartahlýju hans
og hvatningu til dáða.
Þá var það enn sérstætt fyrir þennan aðalfund, að Er-
lendur Einarsson ávarpaði fulltrúana í fyrsta sinn sem
15