Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 22
vinnuskólans í desember 1968 að haldin var í maímánuði
1969 hin fyrsta almenna og opinbera ráðstefna um versl-
unarmenntun á Islandi. Framhald ráðstefnunnar varð síðan
skipun samstarfsnefndar hinna tveggja þáverandi skóla
verslunarmenntunar í landinu: Samvinnuskólans í Bifröst
og Verslunarskóla Islands með fulltrúum þeirra aðila, er
ábvrgð báru á rekstri menntastofnananna: Verslunarráðs
Tslands annars vegar og Sambands íslenskra samvinnufé-
laga hins vegar. Þegar samstaða hafði náðst um stefnu-
mörkun var leitað til menntamálaráðuneytisins og óskað
eftir að málinu yrði fylgt eftir og löggjöf sett, er tryggði
viðskiptamenntuninni ákveðinn sess á framhaldsskólastigi.
Því marki er nú náð.
Sumarið 1955 var staðan næsta ólík. Verslunarskóli Is-
lands starfaði þá sem sex ára skóli. Eftir fjögur ár luku
nemendur hans almennu verslunarprófi. Þeir, sem fram úr
sköruðu, áttu kost á tveggja ára námi í menntadeild til við-
bótar, er lyktaði með stúdentsprófi. Samvinnuskólinn var
þá eða hafði verið síðustu árin eins vetrar skóli, er braut-
skráði nemendur sína að þeim tíma liðnum. CJrvalsnem-
endur skólans, sex til átta, fengu tækifæri til að stunda
hagnýta framhaldsmenntun í fyrirtækjum samvinnusam-
takanna auk bóklegra námskeiða. Nemendur sóttu mikinn
og margvíslegan þroska og menntun í framhaldsnámið, en
erfitt var eða ógerlegt að tengja það annarri framhalds-
menntun í landinu. Þetta er ekki sagt til að varpa rýrð á
þá fræðslu, sem veitt var, heldur til að skýra, að Jónas
Jónsson hafði með hálfum huga þokað skóla þeim, er hann
veitti forstöðu, til sömu áttar og starfsbræður hans höfðu
gert í nágrannalöndunum. Þar höfðu samvinnuskólarnir
smátt og smátt horfið sem opnir skólar viðskiptamennt-
unar og orðið lokaðir starfsmannaskólar samvinnusamtak-
anna, skólar námskeiða lengri eða styttri, er miðuðust við
ákveðnar þarfir samvinnurekstrarins. Höfðu samvinnu-
skólarnir í flestum löndum Evrópu að þessu leyti fengið á
sig áþekkan svip og iðnskólar þeir, er meistarar höfðu
komið á fót og ætluðu nemendum á samningi að sækja.
18