Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 23
Forsenda námsins var tengsl við meistara eða iðnfyrir-
tæki. Engir aðrir áttu erindi á skólana eða fengu enda
heimild til að sækja þá.
Þegar við hjónin lögðum leið okkar til Finnlands í júlí-
mánuði 1955 á fund þeirra, er stjórnuðu samvinnuskólum
Evrópu, var staðreynd sú, er nú var síðast getið, okkur
næsta óljós, þrátt fyrir greinargerð Jónasar Jónssonar for-
vera míns. Jónas reyndi líka sérstaklega að draga fram
aðrar hliðar á fræðslu samvinnuskólanna erlendu og þá
einkum þátt þeirra í félagslegri og persónulegri mótun
nemenda sinna.
Fundurinn í Finnlandi varð okkur sérlega lærdómsríkur.
Við kynntumst af eigin raun strax í upphafi tveim finnsk-
um menntasetrum samvinnumanna. En svo hagar til í
Finnlandi, að samvinnuhrevfingin er klofin, annars vegar
í samvinnusamtök bænda og kallast heildarsamtök þeirra
S.O.K., hins vegar í samvinnusamtök verkamanna, er
myndað hafa önnur heildarsamtök, K.K. Hvor samvinnu-
samtökin um sig höfðu komið sér upp merkilegum skólum,
heimavistarskólum í nokkurri fjarlægð frá höfuðborginni,
Helsinki. Samvinnuskóli K.K. var í Marianemi á undur-
fögrum stað, og þar var fundur skólastjóranna haldinn.
Samvinnuskóli S.O.K. var í Jollas og var á engan hátt síðri
að því er umhverfi og aðbúnað snerti. Báðir voru skól-
arnir lokaðir sérskólar samvinnusamtakanna og buðu fram
stutt en hagnýt námskeið eftir því sem þarfir viðkomandi
samtaka leiddu í ljós að æskilegt. væri. Nemendurnir voru
sendir á námskeiðin af samvinnufélögunum og þannig
þjálfaðir til starfa. Megináhersla menntunarinnar var á
fáum en hagnýtum greinum. Hér komu í ljós gerólík við-
horf þeim til menntunar, er við höfðum áður kynnst, og
varð okkur fljótlega ljóst, að skólar með þessu sniði gátu
því aðeins haft næg verkefni, að starfsmannafjöldi sam-
vinnusamtakanna skipti tugum ef ekki hundruðum þús-
unda, svo sérhæfð voru a. m. k. mörg þeirra. Það var líka
ljóst, að hin almenna viðskiptamenntun var látin öðrum
aðilum eftir og þá fyrst og fremst verslunarskólum ríkisins
19