Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 26
IV
Ég og Guðlaug kona mín dvöldum erlendis á annan mán-
uð sumarið 1955. Á þeim tima ferðuðumst við um Finn-
land, Svíþjóð og Danmörku og kynntum okkur að því marki
sem mögulegt reyndist. á þessum tíma árs skólarekstur
viðskiptamenntunar bæði samvinnuskóla og annarra versl-
unarskóla. Lengst var dvöl okkar í Svíþjóð og fengum við
mjög glögga hugmynd um stöðu verslunarmenntunarinnar
þar og hefur áður verið að því vikið. Um verslunarmennt-
un í Danmörku fræddumst við einnig, og varð okkur ljóst,
að þangað var eðlilegast eins og á stóð að sækja fyrir-
myndir, enda fræðslukerfi okkar í verulegum atriðum snið-
ið eftir skólakerfi Dana. Viðskiptamenntun í Danmörku
greindist í tvennt: Annars vegar var um að ræða meistara-
nám í öllum meginatriðum, hliðstætt meistaranámi í iðn-
greinum, og voru nemendur á samningi venjulega í 3—4
ár áður en þeir urðu fullnuma. Hins vegar var um að ræða
svokallaða ,,æðri verslunarskóla“, höjere handelsskoler, er
buðu fram í senn mikið bóknám ásamt raungreinum við-
skiptalífsins. 1 hópi hinna síðar nefndu var skóli sem næsta
þekktur var á Islandi, Niels Brocks handelsskole. Hinir
síðar nefndu skólar voru tveggja ára skólar, en nemendur
þurftu áður en þeir gátu hafið nám þar að vera gagnfræð-
ingar að mennt. Skólar þessir voru á mörkum að geta
talist almennir menntaskólar, enda leið ekki á löngu áður en
farið væri að kalla þá ,,verslunarmenntaskóla“, handels-
gymnasier. Okkur tókst að fá mjög ítarlegar upplýsingar
um skóla þessa, skólaskýrslur þeirra, námsáætlanir og
kennslubókaskrár.
Að Norðurlandadvölinni lokinni lögðum við leið okkar
til Þýskalands og Bretlands. Að þessu sinni verður ekki
rætt um námsdvöl okkar í þeim löndum frekar, enda þótt
margt hafi orðið okkur ljósara við það að fá samanburð á
viðskiptamenntun þeirri, sem boðin var fram á Norður-
löndum og skipan þeirrar menntunar i Þýskalandi annars
vegar og Bretlandi hins vegar.
22