Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 27
Við komum heim úr utanförinni um miðjan ágústmánuð.
Var þá ekki til setunnar boðið að hefja lokasóknina til
undirbúnings flutningi Samvinnuskólans að Bifröst og
skipan skólastarfsins þar.
Eftir heimkomuna lagði ég þrennt til við yfirmenn mína,
Erlend Einarsson og Benedikt Gröndal: 1 fyrsta lagi væri
að minni hyggju skynsamlegast að skipuleggja Samvinnu-
skólann í Bifröst á líkan hátt og „hinir æðri verslunar-
skólar“ væru skipulagðir í Danmörku með tilliti jafnframt
til þeirrar skólagerðar á viðskiptasviði í Svíþjóð, sem
nefndir voru ,,fackskolor“. / öðru lagi taldi ég mjög æski-
legt að ráða sérstakan félagsmálafulltrúa eða félagsráðu-
naut að Samvinnuskólanum í Bifröst, er hefði umsjón með
hinum félagslega þætti heimavistarskólans og gæti stuðlað
að eflingu hins innra lífs stofnunarinnar með sérstökum
hætti. Taldi ég að þar bæri hiklaust að taka skipan nor-
rænu samvinnuskólanna til fvrirmyndar, sem einmitt vegna
þessa hefði tekist að skapa félagslega vakningu. / þriðja
lagi lagði ég á það ríka áherslu að sérstök húsmóðir yrði
ráðin að Samvinnuskólanum í Bifröst, er ætlað væri það
hlutverk að gera menntasetrið að stóru og sérstæðu skóla-
heimili. Þessu starfi mætti ekki rugla saman við starf mat-
ráðskonu skólans, sem væri allt annars eðlis. Einnig hér
ætti að sækja fyrirmyndir til heimavistarskóla samvinnu-
samtakanna í öðrum norrænum löndum.
Tillögur mínar og ábendingar fengu mjög góðar undir-
tektir og var þegar hafist handa að hrinda þeim í fram-
kvæmd. Brátt tókst að hafa upp á rrianni, sem þótti mjög
líklegur til að valda verkefni félagsmálaráðunautarins. Sá
var Hróar Björnsson frá Brún í Revkjadal. Hróar var
hvort tveggja íþróttakennari og handavinnukennari. Fyrir
tilstuðlan vinveittra manna tókst að fá Hróar til að taka
að sér hið óvenjulega starf, en til þess tíma hafði enginn
heimavistarskóli landsins átt kost á því að hafa slíkum
starfsmanni á að skipa. Erfiðara í’eyndist að tryggja Sam-
vinnuskólanum í Bifröst húsmóður. Leitað var til þáver-
andi forstöðukonu Húsmæðrakennaraskóla Islands, frú
23