Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 38
ilsdóttir frá Kotvogi i Höfnum, f. 30. 4.
1868, d. 22. 5. 1966. Maki I 31. 12. 1930:
Hólmjárn Jósefsson Hólmjárn, loðdýra-
ræktarráðunautur, skildu. Maki II 8. 7.
1949: Erling Smith verslunarmaður, skildu.
Börn maki I: Hervör, f. 2. 6. 1933, hús-
móðir í Rvík, við nám í bókasafnsfræðum
við I-íáskóla Islands, örn, f. 27. 9. 1941,
starfsm. Útvegsbanka Islands í Rvík. Vann
á miðstöð Bæjarsímans í Reykjavík 1923—
30, hefur síðan unnið óreglulega við ýmis
verslunarstörf. Starfað i Rauða krossi Is-
lands og setið í varastjórn Geðverndarfé-
lags íslands frá stofnun þess. Bróðir, Ás-
björn, sat skólann 1922—23.
Þórhallur Andrésson. Sat SVS 1922—23.
F. 8. 9. 1904 á Sílalæk, S.-Þing., og ólst upp
þar. For.: Andrés Jónasson bóndi, frá
Hrauni í Aðaldal, og Elín Jónasdóttir frá
Sílalæk. Maki 10. 6. 1934: Kristín Jóhanna
Eiríksdóttir, f. 11. 2. 1906 á Sandhaugum
í Bárðardal og uppalin þar. Hún var ljós-
móðir í Aðaldal. Barn: Ásgrímur, f. 12. 10.
1936, bóndi á Hafralæk í Aðaldal. Stundaði
nám við Alþýðuskólann Breiðumýri. Var
bóndi frá 1933-1962.
34