Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 42
Björn Ingi Stefánsson. Sat SVS 1931—33.
F. 10. 11. 1908 í Winnipeg í Kanada, en
ólst upp að Hólmum í Reyðarfirði. For.:
Stefán Björnsson, prófastur á Eskifirði, f.
að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, og Helga
Jónsdóttir, f. i Rauðseyjum á Breiðafirði.
Maki 12. 5. 1934: Þórunn Sveinsdóttir, f.
12. 12. 1913 að Bergvík í Leiru, Gerða-
hreppi. Börn: Stefán, f. 28. 10. 1934, sölu-
stjóri, Helga, f. 2. 2. 1937, húsmóðir í Skot-
landi, Sveinn, f. 13. 8. 1938, sjúklingur, nú
vistmaður á Kópavogshæli, örn, f. 9. 4.
1943, bóndi að Gauksmýri, V.-Hún., Jón,
f. 15. 1. 1949, sjómaður, Þórdís, f. 19. 1.
1950, snyrtisérfræðingur. Farskóli í Reyð-
arfjarðarhreppi og nokkurt sjálfsnám.
Vann fyrir skólaveru algeng sveitastörf og
sjósókn og einnig við Landsbanka Islands
á Eskifirði. Var einn aðalhvatamaður að
stofnun Kf. Fáskrúðsfirðinga 1933 og kaup-
félagsstj. frá 1. 8. 1933 til 1. 6. 1946. Vann
á því tímabili að ýmsum framkvæmda- og
félagsmálum á Fáskrúðsfirði. Hóf starf
hjá SlS 1. 7. Í946 við eftirlitsstörf og var
oft settur kaupfélagsstj. í forföllum. Hefur
síðustu ár verið fulltrúi í fjármáladeild
SÍS. Sonur, Stefán, sat skólann 1951—52.
Borgþór Björnsson. Sat SVS sem óreglu-
legur nemandi 1932—33 og lauk prófi. F. 5.
4. 1910 að Grjótnesi i N.-Þing. og ólst upp
þar til 17 ára aldurs. For.: Björn St. Guð-
mundsson, bóndi í Grjótnesi, og Aðalbjörg
G. Pálsdóttir úr Mývatnssveit, S.-Þing.; var
hún í 34 ár ljósmóðir í Presthólahreppi.
Maki 12. 8. 1939: Inga Erlendsdóttir, fædd
38