Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 104
í stjórn Listasafns Keflavíkur frá 1970 og
í stjórn Sambands ísl. sparisjóða frá 1975.
Áður lengi í stjórn Knattspvrnufélags
Keflavíkur og Iþróttabandalags Keflavíkur.
Pétur Kristófer Pétursson. Sat SVS 1952—
53. F. 15. 8. 1932 á Hellissandi og ólst upp
þar til 16 ára aldurs. For.: Pétur Péturs-
son, f. 7. 9. 1896, ættaður frá Ingjaldshóli,
vann lengst af hjá kaupfélaginu á Hellis-
sandi, og Guðbjörg Jónasdóttir, f. 1. 11.
1904, ættuð frá Hellissandi, starfaði mikið
fyrir Kvenfélag Hellissands. Maki 1954:
Aðalheiður Jónsdóttir, f. 18. 12. 1935 á
Sauðárkróki, hefur unnið við verslun eigin-
mannsins. Börn: Guðbjörg, f. 5. 8. 1953,
húsmóðir og vinnur hjá Kf. Borgfirðinga
á Akranesi, Guðlaug Rósa, f. 20. 8. 1955,
vinnur við Kf. Borgfirðinga á Akranesi,
Pétur Kristófer, f. 20. 10. 1958, rekur eigin
verslun. Var tvo vetur á Héraðsskólanum
að Laugarvatni, lærði til landsprófs einn
vetur hjá sr. Þorgrími Sigurðssyni á Stað-
arstað, en tók próf frá Reykholtsskóla.
Vann fvrir skóla við sjávarsíðuna. Hjá
bókabúð Norðra 1953—58, síðan um skeið
sölumaður hjá véladeild SlS, deildarstjóri
rafmagnsvörudeildar SlS í tvö ár og deild-
arstj. bíladeildar í hálft annað ár. Annaðist
síðan vörusölu SlS á Akranesi til 1972. Hóf
þá rekstur verslunarinnar Töskuhúsið á
Laugavegi 73 í Rvík og rak hana 1972—76.
Hefur frá ársbyrjun 1976 starfað á skrif-
stofu verðlagsstjóra. Starfaði í Rotaryklúbb
Akraness. Faðir, Pétur Pétursson, sat SVS
1919-20.
100