Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 112
Valur Arnþórsson. Sat SVS 1952—53. F. 1.
3. 1935 á Eskifirði. For.: Arnþór Jensen,
framkvstj. á Eskifirði, og Guðný P. Jensen.
Maki 16. 7. 1955: Sigríður Ólafsdóttir, f.
12. 5.1936 í Reykjavík. Börn: Brynja Dís, f.
7. 12. 1955, háskólanemi, Ólafur, f. 25. 7.
1959, i menntaskóla, Arna Guðný, f. 3. 7.
1963, Ólöf Sigríður, f. 7. 4. 1969, Arnbjörg
Hlíf, f. 8. 2. 1976. Landspróf frá Eiðum.
Trygginga- og viðskiptanám í London 1955
—56, nám í samvinnu- og viðskiptafræði
við sænska samvinnuskólann hluta árs
1965. Hóf nám í framhaldsdeild 1953, en
hvarf frá námi að störfurn hjá Samvinnu-
tryggingum og vann við bruna- og bifreiða-
tryggingar 1953—56 og við endurtrygging-
ar frá 1956, deildarstj. endurtryggingar-
deildar 1958—64. Deildarstj. áhættudeildar
Samvinnutrygginga 1964—65. Fulltr. kaup-
félagsstj. Kf. Eyfirðinga 1965—70. Aðstoð-
arkaupfélagsstj. KEA 1970—71 og kaupfé-
lagsstj. frá 1971. Vann að ýmsum félags-
málum í Rvík, einkum á sviði söngmála og
í stjórnmálum. Fjölþætt félagsmálastörf á
Akureyri. 1 bæjarstjórn þar frá 1970 og
forseti bæjarstjórnar frá 1974. Formaður
stjórnar Laxárvirkjunar frá 1971 og átti
mikinn hlut að lausn Laxárdeilunnar. Hef-
ur unnið mikið að orkumálum, einkum á
Norðurlandi og á sæti í stjórnskipaðri
nefnd, sem vinnur að stofnun svonefndrar
Norðurlandsvirkjunar. Nefndarmaður í at-
vinnumálanefnd Norðurlands, sem starfaði
á vegum ríkisstjórnarinnar 1969—70. 1
stjórn Vinnumálasambands samvinnufélag-
anna frá 1970 og í stjórn margra fyrir-
tækja á vegum KEA. Þar má nefna stjórn-
108