Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 127
1968 á Póststofunni í Rvík, frá 1. febrúar
1968 til 15. ágúst 1969 hjá Umferðarráði í
Rvík. 16. febrúar 1970 til 5. febrúar 1971
hjá Engström & Nilsson Maskin AB í
Stokkhólmi, 1. apríl 1971 til 1. okt. 1971
hjá arkitektafyrirtækinu Krohn og Hartvig
Rasmussen í Nærum í Danmörku, 1. okt.
1971 til 31. mars 1972 hjá CBS Bygge-
administration A/S í Herlev. Einnig unnið
samhliða námi við ýmis störf, s. s. hrein-
gerningar og skrifstofustörf af ýmsu tagi.
Hilmar Jónsson. Sat SVS 1961—63. F. 11.
4. 1941 í Reykjavik. For.: Jón Kristjáns-
son frá Bolungarvík, sjómaður, og Margrét
G. Guðmundsdóttir frá Álftafirði við Isa-
fjarðardjúp. Maki 22. 10. 1966: Helga Guð-
jónsdóttir, f. 13. 2. 1941 á Patreksfirði,
stundar húsmóður- og skrifstofustörf.
Barn: Maria, f. 4. 10. 1969. Lauk miðskóla-
prófi frá Reykjaskóla i Hrútafirði 1957.
Var deildarstj. hjá Kf. Suðurnesja 1963—
66, nema 6 mánuði við verslunarstörf í
Kaupmannahöfn. Hjá Útvegsbanka Islands
í Keflavík 1967—69, kaupfélagsstj. við Kf.
Þór á Hellu 1969—73, sparisjóðsstj. við
Eyrasparisjóð á Patreksfirði frá 1. 9. 1973
og umboðsmaður Brunabótafélags Isl. á
Patreksfirði síðan 1974. Formaður Verka-
mannafélagsins Mána í Keflavík frá stofn-
un þess 1965 til 1969. Oddviti Patreks-
hrepps frá maí 1974.
Hinrik Hinriksson. Sat SVS 1961—63. F.
25. 6. 1940 að Spágilsstöðum í Laxárdal,
Dalasýslu, ólst upp í Knarrarhöfn í
123