Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 136
70, aðalbókari hjá Bæjarsjóði Hafnarfjarð-
ar 1971—73 og starfsmannastjóri hjá Raf-
magnsveitum ríkisins síðan 1974.
Sigurjón Jónasson. Sat SVS 1961—63. F. 2.
3. 1942 í Hagaseli í Staðarsveit, Snæfells-
nesi, og ólst upp að Neðri-Hóli í Staðar-
sveit. For.: Jónas Þjóðbjörnsson frá Neðra-
Skarði í Borgarfirði, lést 1977, og Elísabet
Kristófersdóttir frá Hellnum á Snæfells-
nesi, stunduðu búskap alla tíð, fyrst að
Hagaseli og síðan að Neðri-Hól. Maki 9. 9.
1967: Anna Ólöf Björgvinsdóttir, f. 6. 12.
1946 að Víðilæk í Skriðdal, S.-Múl., alin
upp á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, N.-Múl.
Hefur ásamt húsmóðurstörfum verið
bankastarfsmaður í útibúi Búnaðarbanka
Islands á Egilsstöðum. Börn: Björgvin
Lindi, f. 30. 4. 1967, Elísa Berglind, f. 7. 8.
1971, Aðalbjörg Svandís, f. 15. 6. 1974.
Lærði til landsprófs hjá sr. Þorgrími V.
Sigurðssyni á Staðarstað og tók utanskóla-
próf við Héraðsskólann í Reykholti. Var
sumarið 1966 á námskeiði í Grundtvigs
Höjskole í Hilleröd í Danmörku. Vann al-
menn landbúnaðarstörf fyrir skóla, en hóf
störf í útibúi Búnaðarbanka Islands á Eg-
ilsstöðum 1963 og unnið þar síðan, varð
fulltrúi bankastjóra 1964 og útibússtj. frá
1. 6. 1977. Var um skeið í stjórn U.M.F.
Staðarsveitar og einnig setið í stjórn
U.M.F. Höttur á Egilsstöðum. Einnig setið
í stjórnum og nefndum ýmissa félagssam-
taka og fyrirtækja, á nú m. a. sæti í stjórn
kjördæmasambands Framsóknarflokksins
á Austurlandi.
132