Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 138
haldsnámi samvinnufélaganna 15. maí 1963
til 30. ágúst 1965. Starfaði á þeim tíma hjá
K.S.B., KRON, K.S., KEA, aðalskrifstofu
SÍS og Samvinnubankanum í Rvík og á
Akranesi. Bóndi í Hofsstaðaseli í Skaga-
firði frá 14. maí 1966. Félagskjörinn end-
urskoðandi Kf. Skagfirðinga frá 1966—76,
endurskoðandi Búnaðarsambands Skag-
firðlnga og Ræktunarsambands Skagfirð-
inga frá 1972. Á sæti í hreppsnefnd Við-
víkurhi’epps frá 1974, hefur tekið þátt í
ýmsum félagsmálum innansveitar og á m.
a. sæti í skólanefnd og byggingarnefnd
barnaskólans að Hólum i Hjaltadal, stjórn
búnaðarfélags, fjallskilastjórn Hóla- og
Viðvíkurhrepps, og var frá 1967—73 í sókn-
arnefnd Hofsstaðasóknar. Bræður sátu
skólann, Guðmundur Vésteinsson, 1959—
61, og Viðar Vésteinsson, 1971—72.
Þórarinn Bjarki Guðmundsson. Sat SVS
1961-63. F. 18. 8. 1942 í Reykjavík. For.:
Guðmundur Guðni Guðmundsson frá Isa-
firði, iðnverkamaður, og Ásta Svanhvít
Þórarinsdóttir frá Blönduósi. Maki 16. 9.
1967: Kristín Líndal, f. 29. 10. 1945 í Rvík,
bernskuheimili í Kópavogi, handavinnu-
kennari. Börn: Ásta, f. 1. 2. 1970, Anna
Mjöll, f. 22. 7. 1972. Tók landspróf. Nam
kerfisfræði og forritun hjá Reiknistofnun
bankanna og hjá IBM á Islandi. Starfaði í
fjármáladeild SlS 1963—65, kennari við
Barna og gagnfræðaskóla Hellissands
1965— 66, hjá Samvinnubankanum í Rvík
1966— 67, á skrifstofu Kf. Skagfirðinga
1967— 71. Hjá bæjarfógetaembættinu í
134