Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 147
1973 til 1. mars 1974, hjá Olíufélaginu
Skeljungur til 1. júní 1976, hóf þá störf hjá
Kópavogsbæ og U.M.F. Breiðablik. Hefur
frá 1. okt. 1977 verið tómstundafulltrúi
Kópavogsbæjar. Hefur undanfarin ár
starfað mikið innan ungmennafélagshreyf-
ingarinnar og verið í stjórn U.M.F.l. frá
1977.
Hallgrímur Bogason. Sat SVS 1971—73. F.
30. 11. 1954 að Stafholti í Grindavík. For.:
Bogi G. Hallgrímsson úr Fljótum í Skaga-
firði, f. 26. 11. 1925, kennari, og Helga
Helgadóttir úr Grindavík, f. 5. 10. 1933.
Maki: Þórhildur Rut Einarsdóttir, f. 27. 3.
1956, frá Reykjum í Hrútafirði, banka-
mær. Barn: Óskar Einar, f. 7. 3. 1977.
Gagnfræðapróf frá Héraðsskólanum í
Reykholti. Stundaði fiskvinnu frá barn-
æsku, en varð starfsmaður útibús Lands-
banka Islands í Grindavík 1972 og hefur
unnið þar síðan. Hefur starfað í U.M.F.
Grindavíkur og gjaldkeri þess 1974—76.
Högni Gunnarsson. Sat SVS 1971—73. F.
20. 10. 1944 að Hjarðarfelli í Miklaholts-
hreppi, Hnappadalssýslu. For.: Gunnar
Guðbjartsson, bóndi og formaður Stéttar-
sambands bænda, og Ásthildur Teitsdóttir.
Landspróf frá Reykjaskóla í Hrútafirði.
Vann að loknu námi í l1/, ár hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins. Hefur síðan rekið fé-
lagsbú að Hjarðarfelli ásamt bróður sín-
um og föður.
143