Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 150
sumrin 1965—67, vann við Búrfell 1968—
69, hjá Husqvarna verksmiðjunum í Sví-
þjóð 1970—71, hefur síðan 1973 verið skrif-
stofumaður hjá Ishúsfélagi Bolungarvíkur.
Maki, Sigríður Jónsdóttir, sat skólann
1972-74.
Jóhannes Þór Ingvarsson. Sat SVS 1971—
73. F. 27. 10. 1953 í Vestmannaeyjum og
ólst upp á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
For.: Ingvar Jóhannesson frá Glaumbæ í
Staðarsveit á Snæfellsnesi, verkamaður,
og Þórey Unnur Þorbjörnsdóttir frá
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Kirkjubær
hvarf undir hraun, en eldgosið í Vest-
mannaeyjum hófst 23. 1. 1973 í túninu þar.
Maki 28. 8. 1976: Margrét Lilja Kjartans-
dóttir, f. 9. 11. 1954 í Rvík, skrifstofustúlka
hjá Pósti og síma í Rvík. Lauk 5. bekk
framhaldsskóla frá Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja. Hefur síðan 1973 verið bókari
í aðalbókhaldi Búnaðarbanka Isl. í Rvík.
Jón Eðvald Friðriksson. Sat SVS 1971-73.
F. 23. 10. 1954 á Sauðárkróki og ólst upp
þar. For.: Friðrik Jónsson, húsasmíða-
meistari á Sauðárkróki, og Þóra Friðjóns-
dóttir, ættuð úr Mývatnssveit. Gagnfræða-
próf frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.
Skrifstofustörf hjá Vegagerð ríkisins frá
júní 1973 til nóv. 1974, á skrifstofu Kf.
Vopnfirðinga frá nóv. 1974 til febr. 1976,
hefur síðan verið skrifstofustjóri hjá Sauð-
árkrókskaupstað.
146